Borgari nefndur eftir Stefáni Karli kynntur á Hamborgarafabrikkunni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júní 2019 07:15 Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Fabrikkunnar, ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Stefáns Karls. Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Sjá meira
Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Sjá meira