Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í Skorradal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 12:47 Sumarbústaður brann í Skorradal fyrir tveimur árum. Vísir/JóiK Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Sumarhúsaeigandi í Skorradal telur sérkennilegt að slökkvilið hafi ekki staðið fyrir brunaæfingu í Skorradal og telur nauðsynlegt að samræma viðbrögð. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýsti í gær yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. Landeigendur og aðrir á svæðinu eru beðnir að sýna aðgát í meðferð opins elds og eldunartækja þar sem er mikill gróður. Óvissustig á við þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist mikið. Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal. „Við höfum að sjálfsögðu miklar áhyggjur af því hvernig ástandið er orðið. Það er allt gríðarlega þurrt og þarf lítið til að kveikja eld.“ Sérstök hætta þykir á skógareldum í Skorradal.Afar þurrt hefur verið á Suðurlandi það sem af er sumri.Vísir/JóiK„Skorradalurinn er bara þannig. Hann er þröngur, byggðin þröng, mikið kjarr og margir sumarbústaðir. Hátt í eitt þúsund hús í öllum dalnum. Flóttaleiðir úr dalnum eru þröngar.“ Hann segir að sumarhúsafélögin reynt að beina því til fólks á svæðinu að fara varlega. „Vera ekki með óþarfa eld í eldunartækjum eða útiörnum. Það er líka svo margt annað sem getur kveikt elda.“ Hann bendir á að um páskana hafi komið upp eldur í bústað innst í dalnum. Þurrt hafi verið síðan og hættan á að illa fari við slíkar aðstæður hafi því magnast. „Okkur hefur fundist dálítið sérkennilegt að ekki sé búið að bregðast við með æfingu eða slökkviliðið komið á svæðið meira, kynna sér aðstæður og vera viðbúin.“ Um helgina sendu almannavarnir og slökkvilið sms-skilaboð til íbúa á svæðinu um að fara varlega. Það skilaði sér ekki til allra. „Það er mjög bagalegt, ef það á að nota svona kerfi um að mögulega þurfi að rýma eða vara við meðferð á tækjum og eld á þessu svæði, að skilaboðin séu ekki að berast íbúum,“ segir Ólafur Tryggvason er varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira