Íbúðir seljast í auknum mæli undir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 08:00 Þetta er nokkur breyting frá því sem var fyrir ári síðan þegar annars vegar 69% seldust undir ásettu verði og hins vegar 17% seldust á yfirverði. Vísir/Vilhelm Um 84% allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í apríl voru undir ásettu verði en um 10% seldust á hærra verði en á þær var sett. Þetta er nokkur breyting frá því sem var fyrir ári síðan þegar annars vegar 69% seldust undir ásettu verði og hins vegar 17% seldust á yfirverði. Frá þessu er greint í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Áfram virðist mikil eftirspurn eftir minni íbúðum. Það sem af er ári hafa 24% viðskipta með eins eða tveggja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu verið yfir ásettu verði, samanborið við aðeins 7% viðskipta með íbúðir sem eru fimm herbergja eða stærri. Þess má geta að minni íbúðir hafa ríflega tvöfaldast í verði á undanförnum áratug á meðan verð stærri eigna hefur hækkað um rúm 70%.Íbúðamarkaður á Vestfjörðum tekur við sér Húsnæðismarkaðurinn á Vestfjörðum er nokkuð frábrugðinn því sem þekkist annars staðar á landinu. Meðalaldur íbúða þar er hærri auk þess sem hlutfall einbýlishúsa er hátt. Viðskipti með íbúðir á svæðinu hafa tekið vel við sér að undanförnu eftir að hafa verið í dálítilli lægð og var árleg velta fasteigna hærri þar en á sambærilegum svæðum. Talsverð hækkun hefur einnig orðið á söluverði eigna á Vestfjörðum.88% leigjenda telja að þeir verði áfram á leigumarkaði Samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs og rannsóknafyrirtækisins Zenter telja 88% leigjenda líklegt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár en aðeins um 9% telja að þeir verði komnir af leigumarkaði. 16% þeirra sem búa enn í foreldrahúsum telja líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkað á næstu 6 mánuðum en í hópi húsnæðiseigenda er hlutfallið einungis 2%.Óverðtryggðir vextir hafa almennt lækkað Frá því að Seðlabanki Íslands tilkynnti vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í lok síðasta mánaðar hafa flestir þeir sem bjóða upp á óverðtryggð fasteignalán lækkað vaxtakjör sín, allt frá 0,15 til 0,7 prósentustigum. Dæmi voru um að lækkanirnar hafi verið komnar fram einni til tveimur vikum fyrir tilkynningu Seðlabankans um vaxtalækkun en margir markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um lækkun.Sótt um stofnframlög vegna 915 íbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur Þann 5. mars sl. var opnað fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar stofnframlaga ríkisins til almennra leiguíbúða. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um stofnframlög en nú og er heildarfjárhæð stofnframlaga ríkisins sem sótt er um rúmir 6 milljarðar króna. Sótt er um stofnframlög vegna 915 íbúða, þar af til byggingar á 619 íbúðum og kaupum á 296 íbúðum sem ætlaðar eru tekju- og eignaminni leigjendum, svo sem námsmönnum, öldruðum, fötluðum og skjólstæðingum félagsþjónustu sveitarfélaga. Húsnæðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Um 84% allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í apríl voru undir ásettu verði en um 10% seldust á hærra verði en á þær var sett. Þetta er nokkur breyting frá því sem var fyrir ári síðan þegar annars vegar 69% seldust undir ásettu verði og hins vegar 17% seldust á yfirverði. Frá þessu er greint í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Áfram virðist mikil eftirspurn eftir minni íbúðum. Það sem af er ári hafa 24% viðskipta með eins eða tveggja herbergja íbúðir á höfuðborgarsvæðinu verið yfir ásettu verði, samanborið við aðeins 7% viðskipta með íbúðir sem eru fimm herbergja eða stærri. Þess má geta að minni íbúðir hafa ríflega tvöfaldast í verði á undanförnum áratug á meðan verð stærri eigna hefur hækkað um rúm 70%.Íbúðamarkaður á Vestfjörðum tekur við sér Húsnæðismarkaðurinn á Vestfjörðum er nokkuð frábrugðinn því sem þekkist annars staðar á landinu. Meðalaldur íbúða þar er hærri auk þess sem hlutfall einbýlishúsa er hátt. Viðskipti með íbúðir á svæðinu hafa tekið vel við sér að undanförnu eftir að hafa verið í dálítilli lægð og var árleg velta fasteigna hærri þar en á sambærilegum svæðum. Talsverð hækkun hefur einnig orðið á söluverði eigna á Vestfjörðum.88% leigjenda telja að þeir verði áfram á leigumarkaði Samkvæmt nýrri könnun Íbúðalánasjóðs og rannsóknafyrirtækisins Zenter telja 88% leigjenda líklegt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár en aðeins um 9% telja að þeir verði komnir af leigumarkaði. 16% þeirra sem búa enn í foreldrahúsum telja líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkað á næstu 6 mánuðum en í hópi húsnæðiseigenda er hlutfallið einungis 2%.Óverðtryggðir vextir hafa almennt lækkað Frá því að Seðlabanki Íslands tilkynnti vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í lok síðasta mánaðar hafa flestir þeir sem bjóða upp á óverðtryggð fasteignalán lækkað vaxtakjör sín, allt frá 0,15 til 0,7 prósentustigum. Dæmi voru um að lækkanirnar hafi verið komnar fram einni til tveimur vikum fyrir tilkynningu Seðlabankans um vaxtalækkun en margir markaðsaðilar höfðu spáð fyrir um lækkun.Sótt um stofnframlög vegna 915 íbúða fyrir tekju- og eignaminni leigjendur Þann 5. mars sl. var opnað fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar stofnframlaga ríkisins til almennra leiguíbúða. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um stofnframlög en nú og er heildarfjárhæð stofnframlaga ríkisins sem sótt er um rúmir 6 milljarðar króna. Sótt er um stofnframlög vegna 915 íbúða, þar af til byggingar á 619 íbúðum og kaupum á 296 íbúðum sem ætlaðar eru tekju- og eignaminni leigjendum, svo sem námsmönnum, öldruðum, fötluðum og skjólstæðingum félagsþjónustu sveitarfélaga.
Húsnæðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira