Týndar töskur rétt fyrir brottför í brúðkaup aldarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 11:15 Alexandra og Gylfi nýtrúlofuð við sjóinn á Bahamaeyjum. Instagram/@gylfisig23 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður og Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta hans, munu ganga í það heilaga í Como á Ítalíu næstu helgi. „Fall er fararheill,“ myndu sumir segja en Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans lentu í því að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu, hvar brúðkaupið verður. Ljóst er að margt verður um manninn í þessu sannkallaða stjörnubrúðkaupi en ætla má að margir landsliðsmenn og spúsur þeirra verði viðstaddir brúðkaupið, auk margra þeirra heimsklassa knattspyrnumanna sem Gylfi hefur spilað með í gegn um tíðina. Ljóst er að boðsgestir eru þegar farnir að ferðbúast en Alexandra er þegar komin til Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Gylfi Þór er þó hér á landi sem stendur en hann verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tyrkjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton frá Liverpool-borg en Alexandra er hvað þekktust fyrir skartgripahönnun sína auk þess sem hún er menntuð í náttúrulegri eldamennsku.Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum síðastliðið sumar og senn líður að stóra deginum. Í aðdraganda brúðkaupsins hefur Alexandra verið dugleg að deila tilhlökkun sinni og vinkvenna sinna með fylgjendum sínum á Instagram eins og sjá má neðst í fréttinni, en Alexandra og kærustur og eiginkonur liðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa náð vel saman. Theodór Elmar Bjarnason landsliðsmaður og eiginkona hans, Pattra Sriyanonge, lentu í þeirri óskemmtilegu reynslu að töskur þeirra týndust í gær, aðeins sólarhring fyrir brottför til Ítalíu eins og sjá má hér að neðan. Þegar þetta er skrifað er Pattra nýbúin að greina fylgjendum sínum frá því að töskurnar eru enn ófundnar, nokkrum tímum fyrir brottför.Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar, lögð af stað til móts við brúðina.Instagram/@moeidurÁhrifavaldurinn Fanney Ingvarsdóttir lætur sig ekki vanta.instagram/@fanneyingvarsPattra Sriyanonge, kærasta Thedórs Elmars Bjarnasonar, grínast með grenningarátak fyrir brúðkaupið.instagram/@trendpattraÞau Theodór Elmar og Pattra lentu í þeim óskemmtilegheitum að töskur þeirra týndust stuttu fyrir brottför til Ítalíu.Instagram/@trendpattra
Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira