Ólafur: Getum ekki búist við gjafaborði á mánudaginn Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júní 2019 21:34 Ólafur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel þór Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með stórsigur sinna manna á Grindavík, 7-1, í kvöld. Með sigrinum er FH komið í undanúrslitin í Mjólkurbikarnum. Óli sagði að hugarfar manna og grunnatriðin gert mikið fyrir liðið í kvöld. „Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn. Við komum inn í leikinn af krafti, fórum í pressuna, fórum í návígin og fórum nálægt þeim. Spiluðum beinskeytt og það voru þessi grunnatriði sem opnuðu leikinn fyrir okkur.” „Síðan skorum við úr færunum og auðvitað hefur það áhrif þegar þeir missa mann útaf með rautt spjald.“ Óli gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagði það vera vegna þess að hann þurfti að fá ákveðin svör. Hann sagðist ekki hafa neinn óskamótherja í bikarnum en hann vildi fá heimaleik. Hann sagði það skiljanlegt að leikurinn skyldi detta niður og róast aðeins í síðari hálfleik þegar leikurinn var nánast búinn í hálfleik. „Jú, það má segja það. Þeir þurftu að verjast og forðast stærri skell en við héldum áfram og reyndum. Við höfðum þörf fyrir það að spila fullan leik og mér fannst liðið gera það vel.“ Óli var mjög sáttur við framlag Davíðs Þórs Viðarssonar sem náði að spila 90 mínútur í kvöld en hann hefur glímt við meiðsli í sumar en Guðmann Þórisson þurfti að ljúka leik eftir 45 mínútur í kvöld. „Við vorum að íhuga að taka hann útaf en þurftum að taka aðra útaf í staðinn en hann gerði þetta prýðilega í kvöld og hann fékk loksins 90 mínútur. Guðmann stífnaði upp og þess vegna tókum við hann útaf í hálfleik.“ Hann sagði að lokum að þeir megi búast við töluvert erfiðari leik næstkomandi mánudag en FH mætir þá aftur Grindavík en í þetta skiptið í deildinni. „Já, ég held að það sé alveg klárt mál. Það verður allt annar leikur og það svíður að tapa og við verðum að núllstilla og við getum ekki búist við einhverju gjafaborði þar,“ sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Leik lokið: FH 7-1 Grindavík │Stórsigur FH-inga FH vann stórsigur á Grindavík! Þeir brutu ísinn á 20.mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning! 7-1 varð lokastaðan. 27. júní 2019 21:45
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki