Mikið af bleikju í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2019 11:00 Flott veiði í Hraunsfirði hjá Hauk Böðvarssyni Mynd: Haukur Böðvarsson Það virðist vera mikið líf og fjör í silungsveiðinni og við erum að fá skemmtilegar veiðifréttir víða að. Eitt af vinsælli vötnum Veiðikortsins er Hraunsfjörður en í vor fór hann nokkuð seint af stað sem veiðimönnum fannst nokkuð sérstakt því vatnið er yfirleitt farið að gefa vel til dæmis í maí. Hafi einhver haft áhyggjur af þessu má alveg ýta þeim áhyggjum til hliðar því við höfum verið að heyra af góðri veiði hjá mörgum sem hafa verið að kíkja í vatnið síðustu tvær vikur. Það eru dæmi um allt að 50 fiska veiði yfir daginn sem er frábært en flestir sem við höfum heyrt í hafa verið að fá 10-20 bleikjur eftir dagsveiði sem er veiðitala sem allir myndi vel við una. Bleikjan hefur verið að koma inn í miklu magni eftir því sem við heyrum og er vel haldin og feit. Bleikjan er að taka með Krókinn, Peacock, Peter Ross og ýmsar aðrar púpur. Mest lesið Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Veitt og sleppt í Elliðaánum 2020 Veiði Nýtt Sportveiðiblað Veiði Hvað er að gerast í ánni Dee? Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði 35 ára afmæli Sportveiðiblaðsins á árinu Veiði
Það virðist vera mikið líf og fjör í silungsveiðinni og við erum að fá skemmtilegar veiðifréttir víða að. Eitt af vinsælli vötnum Veiðikortsins er Hraunsfjörður en í vor fór hann nokkuð seint af stað sem veiðimönnum fannst nokkuð sérstakt því vatnið er yfirleitt farið að gefa vel til dæmis í maí. Hafi einhver haft áhyggjur af þessu má alveg ýta þeim áhyggjum til hliðar því við höfum verið að heyra af góðri veiði hjá mörgum sem hafa verið að kíkja í vatnið síðustu tvær vikur. Það eru dæmi um allt að 50 fiska veiði yfir daginn sem er frábært en flestir sem við höfum heyrt í hafa verið að fá 10-20 bleikjur eftir dagsveiði sem er veiðitala sem allir myndi vel við una. Bleikjan hefur verið að koma inn í miklu magni eftir því sem við heyrum og er vel haldin og feit. Bleikjan er að taka með Krókinn, Peacock, Peter Ross og ýmsar aðrar púpur.
Mest lesið Mikið sótt í 2-3 stanga árnar Veiði Veitt og sleppt í Elliðaánum 2020 Veiði Nýtt Sportveiðiblað Veiði Hvað er að gerast í ánni Dee? Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði 35 ára afmæli Sportveiðiblaðsins á árinu Veiði