Stöðvaði gröfu VesturVerks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2019 06:00 Elías S. Kristinsson. Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. Eins og Fréttablaðið greindi frá hóf orkufyrirtækið framkvæmdir á vegi þrátt fyrir kæru sem landeigendur Drangavíkur lögðu fram gegn framkvæmdaleyfi þeirra. „Hann má nú eiga það, gröfumaðurinn, að hann var ljúfur sem lamb og mjög kurteis. Hann hætti strax störfum eftir að ég sagði honum að ég myndi ekki færa mig af veginum,“ sagði Elías í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann brunaði beint á staðinn á þriðjudagskvöld eftir að hann fékk veður af framkvæmdunum. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg ósvífni, að daginn eftir að það kemst upp að þeir eigi ekki stóran hluta af vatnssvæðinu sem þeir þurfa, þá hefji þeir framkvæmdir,“ segir Elías. „Allir eðlilegir menn hefðu ákveðið að bíða eftir að fá úr þessum málum skorið. Þetta sýnir bara hvað þetta er ósvífið lið.“ Elías segir verktakann á gröfunni þá hafa staðfest að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks, hafi sent hann af stað í framkvæmdirnar kvöldið áður, sama dag og landeigendur lögðu kæruna fram. „Ætlun þeirra er að eyðileggja eins mikið og hægt er í sumar svo að það verði ekki hægt að hætta við virkjunina. Þessir menn hugsa bara um peninga og hlutabréfin sín og svífast bara einskis.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. Eins og Fréttablaðið greindi frá hóf orkufyrirtækið framkvæmdir á vegi þrátt fyrir kæru sem landeigendur Drangavíkur lögðu fram gegn framkvæmdaleyfi þeirra. „Hann má nú eiga það, gröfumaðurinn, að hann var ljúfur sem lamb og mjög kurteis. Hann hætti strax störfum eftir að ég sagði honum að ég myndi ekki færa mig af veginum,“ sagði Elías í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann brunaði beint á staðinn á þriðjudagskvöld eftir að hann fékk veður af framkvæmdunum. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg ósvífni, að daginn eftir að það kemst upp að þeir eigi ekki stóran hluta af vatnssvæðinu sem þeir þurfa, þá hefji þeir framkvæmdir,“ segir Elías. „Allir eðlilegir menn hefðu ákveðið að bíða eftir að fá úr þessum málum skorið. Þetta sýnir bara hvað þetta er ósvífið lið.“ Elías segir verktakann á gröfunni þá hafa staðfest að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks, hafi sent hann af stað í framkvæmdirnar kvöldið áður, sama dag og landeigendur lögðu kæruna fram. „Ætlun þeirra er að eyðileggja eins mikið og hægt er í sumar svo að það verði ekki hægt að hætta við virkjunina. Þessir menn hugsa bara um peninga og hlutabréfin sín og svífast bara einskis.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30 Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
Kæra framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar Landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). 24. júní 2019 12:30
Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir Hvalárvirkjun Leyfið nær til fyrsta hluta framkvæmdanna við Hvalárvirkjun í Árneshreppi. 12. júní 2019 22:55