Bótaskylda Jóns Ársæls vegna Paradísarheimtar staðfest Sylvía Hall skrifar 26. júní 2019 18:17 Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. FBL/Ernir Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Bótaskylda Jóns Ársæls Þórðarsonar og Ríkissjónvarpsins gagnvart konu sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta Paradísarheimtar, þáttaraðar sem sýnd var á RÚV í vetur, hefur verið viðurkennd. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt frétt á vef RÚV er málið í sáttaferli en bæði lögmenn RÚV og konunnar verjast allra fregna af málinu og segja það vera á viðkvæmu stigi. Ekki er vitað hvaða kröfu konan gerir í málinu en forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið. Í þættinum sem um ræðir var talað við konu sem afplánaði dóm á Sogni. Hún var þrítug þegar þátturinn var tekinn upp og ræddi hún þar baráttu sína við fíkn og erfið uppvaxtarár. Þátturinn fékk mikla umfjöllun eftir að hann var sýndur og þótti umdeildur.Þættirnir oft sagðir dansa á línunni Þáttaröðin Paradísarheimt vakti mikla athygli fyrir viðkvæm og umdeild umfjöllunarefni á sínum tíma. Meðal annars var tekið viðtal við íslenska konu sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna og sagðist hún ekki kippa sér upp við það að vera kölluð nasisti. Var RÚV harðlega gagnrýnt fyrir að gefa slíkum skoðunum hljómgrunn í sjónvarpi. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði það koma skýrt fram í þeim þætti að sjónarmiðin væru alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins væri að ljá fólki rödd sem hefði verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum. Þættinum var í tvígang frestað þar sem upphaflega átti að sýna hann á alþjóðlegum minningardegi um helförina.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30