Innlent

Hiti víða yfir 20 stig í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hitaspáin klukkan 17 í dag.
Hitaspáin klukkan 17 í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands
Allmikil hæð er nú suður af landinu en við Scoresbysund er smálægð sem þokast í norðaustur. Því er vestan- og suðvestanátt á suðvesturhorninu en þurrkur og hlýindi á austanverðu landinu.

Vestanlands er hins vegar súld eða lítilsháttar rigning öðru hverju og milt veður, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þá er svipað veðurútlit næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Vestan 8-13 og dálítil væta öðru hverju, en þurrt og bjart veður um landið A-vert. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast A-til. 

Á fimmtudag:

Suðvestan 5-13 og dálítil rigning V-til, en bjart með köflum A-lands. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag:

Suðvestanátt og lítilsháttar rigning, þó síst á NA- og A-landi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A-lands. 

Á laugardag:

Austanátt og rigning með köflum. Hiti 8 til 17 stig, mildast SV-lands. 

Á sunnudag:

Norðaustanátt og rigning, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Kólnandi veður. 

Á mánudag:

Norðlæg átt og skýjað. Hiti 5 til 13 stig, mildast sunnan heiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×