Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa Davíð Stefánsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Þjóðtrúin segir mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögg Jónsmessunætur. Því ekki að taka þá trú lengra og kanna heilnæmi daggarinnar á öðrum fallegum íslenskum sumarmorgnum? Sumarið er tíminn. Vísir/getty Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira
Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira