Þjóðdansar eru vinsælir hjá unga fólkinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 19:45 Dansinn á grasflötinni við Húsið á Eyrarbakka heppnaðist vel og vakti athygli þeirra sem þangað komu. Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa . Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót. Það var mikið um að vera á Eyrarbakka um helgina á jónsmessuhátíð í þorpinu. Einn af hápunktum dagsins í gær var þegar félagar frá Þjóðdansafélag Reykjavíkur mættur á grasflötina við húsið og sýndi nokkra söngdansa og gömludansa, áhorfendum til mikillar ánægju í veðurblíðunni. En út á hvað gengur starfsemi félagsins? „Hún gengur aðallega út á það að hafa skemmtilegt og dansa og halda við þessari gömlu hefð sem var í dansinum og söngnum“, segir Bent Pedersen, formaður félagsins. „Já og halda við sönggleðinni og halda við dansstílum og halda við tónlistinni og búningnum, þessum dýrmæta menningararfi okkar. Svo höfum við Bent fært út kvíarnar, við erum komin í hefðardansana líka“, segir Elín Svava.Ungt fólk hefur sótt meira og meira í félagið og hefur greinilega mjög gaman af dönsunum, sem félagið kennir. Starfsemin gengur vel og það er stórt mót framunda á Álandseyjum í sumar, sem er norrænt þjóðdansamót. Þrjátíu og þrír fara frá Íslandi, bróðurparturinn er unga fólkið í félaginu.En er lummó eða töff að dansa þjóðdans?„Mér finnst það rosalega gaman, ég er kannski fædd í þetta, við sjáum bara unga fólkið, menntaskólafólk og háskólafólk, sem er að streyma til okkar, það segir okkur að þetta er töff“, segir Elín. „Það kemur eftir aldri, þegar þau eru komin yfir unglingsárin þá fer það heldur að skána en unglingsárin eru kannski svolítið erfið í þessu, en þeir krakkar sem eru með okkur finnst þetta skemmtilegt, þau njóta þess“, segir Bent.Bent og Elín Svava, sem eru allt í öllu hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Félagið var stofnað 1951 á þjóðhátíðardegi Íslands.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Dans Menning Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
„Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa . Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót. Það var mikið um að vera á Eyrarbakka um helgina á jónsmessuhátíð í þorpinu. Einn af hápunktum dagsins í gær var þegar félagar frá Þjóðdansafélag Reykjavíkur mættur á grasflötina við húsið og sýndi nokkra söngdansa og gömludansa, áhorfendum til mikillar ánægju í veðurblíðunni. En út á hvað gengur starfsemi félagsins? „Hún gengur aðallega út á það að hafa skemmtilegt og dansa og halda við þessari gömlu hefð sem var í dansinum og söngnum“, segir Bent Pedersen, formaður félagsins. „Já og halda við sönggleðinni og halda við dansstílum og halda við tónlistinni og búningnum, þessum dýrmæta menningararfi okkar. Svo höfum við Bent fært út kvíarnar, við erum komin í hefðardansana líka“, segir Elín Svava.Ungt fólk hefur sótt meira og meira í félagið og hefur greinilega mjög gaman af dönsunum, sem félagið kennir. Starfsemin gengur vel og það er stórt mót framunda á Álandseyjum í sumar, sem er norrænt þjóðdansamót. Þrjátíu og þrír fara frá Íslandi, bróðurparturinn er unga fólkið í félaginu.En er lummó eða töff að dansa þjóðdans?„Mér finnst það rosalega gaman, ég er kannski fædd í þetta, við sjáum bara unga fólkið, menntaskólafólk og háskólafólk, sem er að streyma til okkar, það segir okkur að þetta er töff“, segir Elín. „Það kemur eftir aldri, þegar þau eru komin yfir unglingsárin þá fer það heldur að skána en unglingsárin eru kannski svolítið erfið í þessu, en þeir krakkar sem eru með okkur finnst þetta skemmtilegt, þau njóta þess“, segir Bent.Bent og Elín Svava, sem eru allt í öllu hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Félagið var stofnað 1951 á þjóðhátíðardegi Íslands.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Dans Menning Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira