86 sm lax úr Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2019 09:47 86 sm hængur sem Ásgeir Heiðar veiddi i morgun. Mynd: Marínó Guðmundsson Elliðaárnar hafa ekki verið þekktar sem nein stórlaxaá en það er ótrúlegt að sjá hvað það hefur veiðst mikið af tveggja ára löxum á þessum fáu dögum sem áin hefur verið opin. Núna í morgun bættist svo enn einn stórlaxinn í veiðibókina og það var sjálfur meistarinn Ásgeir Heiðar sem veiddi 86 sm hæng. Okkur hefur ekki tekist að ná í Ásgeir enda kannski ekkert skrítið að veiðimenn séu ekki að svara símanum í veiði þannig að við vitum ekki hvað hann tók eða hvar. Það rekur engan í minni að svona stórlaxaopnun hafi áður átt sér stað í ánni og því er að sjálfsögðu fagnað. Það hefur vakið athygli að sjá svona mikið af vænum laxi í Elliðaánum en það sem veiðimenn bíða eftir þessa dagana er aukin kraftur í smálaxagöngur en þær koma venjulega á vesturlandið með stórstraum í lok júní byrjun júlí svo það styttist væntanlega í að við förum að sjá veiðitölur taka verulegan kipp. Mest lesið Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði
Elliðaárnar hafa ekki verið þekktar sem nein stórlaxaá en það er ótrúlegt að sjá hvað það hefur veiðst mikið af tveggja ára löxum á þessum fáu dögum sem áin hefur verið opin. Núna í morgun bættist svo enn einn stórlaxinn í veiðibókina og það var sjálfur meistarinn Ásgeir Heiðar sem veiddi 86 sm hæng. Okkur hefur ekki tekist að ná í Ásgeir enda kannski ekkert skrítið að veiðimenn séu ekki að svara símanum í veiði þannig að við vitum ekki hvað hann tók eða hvar. Það rekur engan í minni að svona stórlaxaopnun hafi áður átt sér stað í ánni og því er að sjálfsögðu fagnað. Það hefur vakið athygli að sjá svona mikið af vænum laxi í Elliðaánum en það sem veiðimenn bíða eftir þessa dagana er aukin kraftur í smálaxagöngur en þær koma venjulega á vesturlandið með stórstraum í lok júní byrjun júlí svo það styttist væntanlega í að við förum að sjá veiðitölur taka verulegan kipp.
Mest lesið Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Veiði Melta söluskrána með hangikjötinu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR framlengir í Hítará Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði