Segir hækkun lánavaxta til að verja hagsmuni sjóðsfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:45 Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fulltrúaráð VR afturkallaði í gær umboð fjögurra stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna óánægju með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána um núll komma tvö prósentustig. Fjórir nýir stjórnarmenn voru skipaðir í þeirra stað en ný stjórn tekur ekki við fyrr en eftir stjórnarfund sem hefur ekki verið boðaður. Meðal þeirra sem missti umboðið er Ólafur Reimar Jóhannesson stjórnarformaðurinn sem sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann segir að ef ekki hefði komið til hækkunarinnar hefði stjórnin ekki verið að vinna að hagsmunum hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga, eða eftir samþykktum sjóðsins. Þá hefði getað komið til kasta Fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki. „Okkar hlutverk er að ávaxta fé sem kemur inní sjóðinn og við getum ekki framkvæmt það þannig að við séum að borga með einhverjum lánum sem aðrir þurfa þá að borga meira fyrir,“ segir Ólafur og bætir við að vaxtahækkunin taki til lána um 3.700 sjóðsfélaga. Gagnrýnt hefur verið að hækkunin hafi verið boðuð á sama tíma og Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. „Ég skal viðurkenna það að tímasetningin var ekki góð en það var búið að ræða þetta í allt að ár,“ segir Ólafur. Ragnar Þór Ingólfsson segir að afskipti VR af ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi verið fullkomnlega eðlileg.Fulltrúaráð VR hefur verið gagnrýnt fyrir að skipta sér af stjórnarháttum Lífeyrissjóðssins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir afskiptin fullkomnlega eðlileg, „Að halda því fram að afskipti verkalýðshreyfingarinnar séu eitthvað óeðlileg með því að beita okkur með þessum hætti er í besta falli hræsni. Það er komin tími til að verkalýðsfélög og almenningur geri þá kröfu á fjármálafyrirtæki að hætta þessu gegndarlausa vaxtaokri,“ segir Ragnar. Þá sé hagur sjóðsfélaga sé ekki bara varin með ávöxtun lífeyrisgreiðslna. „Það er ekki bara ávöxtunarkrafan sem tryggir lífeyrisþegum góða afkomu það er fyrst og fremst gæði fjárfestinga lífeyrissjóðanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45 Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verslunarmanna fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. 21. júní 2019 08:45
Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32