Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 17:53 Lúsmýið er skætt þrátt fyrir smæðina. Erling Ólafsson skordýrafræðingur tók þessa mynd af nokkrum eintökum og birti á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, í dag. Mynd/Erling ólafsson Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir jafnframt að lúsmýið leggist einkum á fólk á nóttunni með því að skynja útöndun fólks og sjái sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum. Erling vakti athygli á pistlinum á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, og segir lúsmýið líklega hafa farið fram hjá fáum. Þannig hafi umfjöllun verið umtalsverð en „fróðleiksmolarnir rýrir“ – þangað til nú, í nýbirtum pistli á vef Náttúrufræðistofnunar. Í pistlinum kemur m.a. fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar. Þá eru sex tegundir lúsmýs þekktar á Íslandi frá fyrri tíð. Eins og flestir þekkja fór þó að bera allverulega á hinum óvænta bitvargi í lok júní árið 2015, einkum meðal fólks í sumarhúsum í Kjós og Svínadal.Tilkynnt um dularfullan bitvarg á árum áður Margir hafi gert ráð fyrir að umrætt lúsmý væri einn nýrra landnema sem komið hafa hingað til lands með hlýnandi veðurfari. Þó beri að hafa í huga að hlýnandi veðrátta geti einnig haft áhrif á gamalgrónar tegundir, til dæmis fari sumum þeirra fjölgandi og útbreiðslumörk hnikast norðar. Þannig hafi lúsmýið að öllum líkindum verið lengur á landinu en margur telur – ekki sé um að ræða nýjan landnema sem birtist snögglega á einu sumri heldur hafi veðurfarsbreytingar komið lúsmýinu yfir ákveðinn þröskuld. „Rifjast hefur upp að áður bárust fyrirspurnir til Náttúrufræðistofnunar frá fólki í sumarhúsum vegna bitvarga. Svörin voru gjarnan á þann veg að hér á landi bæru einungis flær og bitmý ábyrgð á slíku. Slík svör voru ekki endilega sannfærandi því bitin gátu fullt eins verið utan hefðbundins flóatíma að vori og ekki endilega á stöðum þar sem bitmý var líklegt til vandræða. Þessum gömlu kvörtunum svipar óneitanlega nokkuð til þess sem nú er í gangi,“ skrifa Erling og Matthías.Lúsmýið er hvimleitt enda geta bit þess valdið miklum óþægindum.vísir/vilhelmIlla leikin umvafin gróðri en skjóllausir nágrannar sluppu Í pistlinum er einnig farið yfir það sem vitað er um háttalag lúsmýsins og hvernig það beitir sér þegar það leggst á blóðgjafa sína. Það sem af er sumrinu 2019 hafi lúsmýið til dæmis verið aðgangsharðara en fyrri ár, sér í lagi vegna veðurblíðu á útbreiðslusvæði mýsins, þ.e. á Suður- og Vesturlandi. Lúsmýið leggst jafnframt einkum á fólk í svefni, líkt og komið hefur fram í umfjöllun fjölmiðla um varginn. Flugurnar sækja inn um opna glugga á kvöldin og á nóttunni, í lognstillu en hverfur ef vindur blæs. Þessar upplýsingar hafa Íslendingar tekið til sín, ef marka má metsölu á viftum sem fjallað var um á vef Fréttablaðsins í dag.Sjá einnig: Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Þá hefur gróður einnig sitt að segja um skilvirkni lúsmýsins en öðru er erfiðara að stjórna, svo sem útlimum sem standa undan sænginni í svefni. „Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý, einnig hávaxinn trjágróður umhverfis sumarhús. Þekkt er tilfelli þar sem fólk í umgirtu sumarhúsi varð illa útleikið á meðan fólk í nálægu húsi þar sem enginn var skjólgarðurinn slapp að mestu,“ segir í pistlinum. „Með ofurnæmum skynjurum skynja flugurnar koltvísýring frá útöndun fólks og staðsetur blóðgjafa sína. Líkamshlutar sem standa berir út undan sængum, svo sem andlit og herðar, handleggir og fótleggir gefa flugunum sóknarfæri.“ Ólíklegt að mýið bíti gegnum föt Að síðustu er farið yfir heppileg viðbrögð við bitum. Ráðlegt er að bera kælikrem á húðina og taka jafnvel inn ofnæmislyf, hafa glugga lokaða og til vara að líma fínofið gardínuefni fyrir opnanleg fög á flugtíma mýsins. Viftur gætu einnig komið að góðum notum og þá er ráðlegt að sofa í náttfötum. Sérstaklega er tekið fram að lúsmýið geti líklegast ekki bitið í gegnum föt, líkt og haldið hefur verið fram.Pistil Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alferðssonar má nálgast í heild sinni á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir jafnframt að lúsmýið leggist einkum á fólk á nóttunni með því að skynja útöndun fólks og sjái sóknarfæri í berum útlimum sem skaga undan ábreiðum. Erling vakti athygli á pistlinum á Facebook-síðu sinni, Heimi smádýranna, og segir lúsmýið líklega hafa farið fram hjá fáum. Þannig hafi umfjöllun verið umtalsverð en „fróðleiksmolarnir rýrir“ – þangað til nú, í nýbirtum pistli á vef Náttúrufræðistofnunar. Í pistlinum kemur m.a. fram að lífshættir tegundarinnar, sem hlotið hefur heitið Culicoides reconditus, séu nánast óþekktir hér á landi. Kvendýrin þurfi blóð til að þroska eggin sín en uppeldisstöðvar mýsins hafi ekki verið staðsettar. Þá eru sex tegundir lúsmýs þekktar á Íslandi frá fyrri tíð. Eins og flestir þekkja fór þó að bera allverulega á hinum óvænta bitvargi í lok júní árið 2015, einkum meðal fólks í sumarhúsum í Kjós og Svínadal.Tilkynnt um dularfullan bitvarg á árum áður Margir hafi gert ráð fyrir að umrætt lúsmý væri einn nýrra landnema sem komið hafa hingað til lands með hlýnandi veðurfari. Þó beri að hafa í huga að hlýnandi veðrátta geti einnig haft áhrif á gamalgrónar tegundir, til dæmis fari sumum þeirra fjölgandi og útbreiðslumörk hnikast norðar. Þannig hafi lúsmýið að öllum líkindum verið lengur á landinu en margur telur – ekki sé um að ræða nýjan landnema sem birtist snögglega á einu sumri heldur hafi veðurfarsbreytingar komið lúsmýinu yfir ákveðinn þröskuld. „Rifjast hefur upp að áður bárust fyrirspurnir til Náttúrufræðistofnunar frá fólki í sumarhúsum vegna bitvarga. Svörin voru gjarnan á þann veg að hér á landi bæru einungis flær og bitmý ábyrgð á slíku. Slík svör voru ekki endilega sannfærandi því bitin gátu fullt eins verið utan hefðbundins flóatíma að vori og ekki endilega á stöðum þar sem bitmý var líklegt til vandræða. Þessum gömlu kvörtunum svipar óneitanlega nokkuð til þess sem nú er í gangi,“ skrifa Erling og Matthías.Lúsmýið er hvimleitt enda geta bit þess valdið miklum óþægindum.vísir/vilhelmIlla leikin umvafin gróðri en skjóllausir nágrannar sluppu Í pistlinum er einnig farið yfir það sem vitað er um háttalag lúsmýsins og hvernig það beitir sér þegar það leggst á blóðgjafa sína. Það sem af er sumrinu 2019 hafi lúsmýið til dæmis verið aðgangsharðara en fyrri ár, sér í lagi vegna veðurblíðu á útbreiðslusvæði mýsins, þ.e. á Suður- og Vesturlandi. Lúsmýið leggst jafnframt einkum á fólk í svefni, líkt og komið hefur fram í umfjöllun fjölmiðla um varginn. Flugurnar sækja inn um opna glugga á kvöldin og á nóttunni, í lognstillu en hverfur ef vindur blæs. Þessar upplýsingar hafa Íslendingar tekið til sín, ef marka má metsölu á viftum sem fjallað var um á vef Fréttablaðsins í dag.Sjá einnig: Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Þá hefur gróður einnig sitt að segja um skilvirkni lúsmýsins en öðru er erfiðara að stjórna, svo sem útlimum sem standa undan sænginni í svefni. „Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý, einnig hávaxinn trjágróður umhverfis sumarhús. Þekkt er tilfelli þar sem fólk í umgirtu sumarhúsi varð illa útleikið á meðan fólk í nálægu húsi þar sem enginn var skjólgarðurinn slapp að mestu,“ segir í pistlinum. „Með ofurnæmum skynjurum skynja flugurnar koltvísýring frá útöndun fólks og staðsetur blóðgjafa sína. Líkamshlutar sem standa berir út undan sængum, svo sem andlit og herðar, handleggir og fótleggir gefa flugunum sóknarfæri.“ Ólíklegt að mýið bíti gegnum föt Að síðustu er farið yfir heppileg viðbrögð við bitum. Ráðlegt er að bera kælikrem á húðina og taka jafnvel inn ofnæmislyf, hafa glugga lokaða og til vara að líma fínofið gardínuefni fyrir opnanleg fög á flugtíma mýsins. Viftur gætu einnig komið að góðum notum og þá er ráðlegt að sofa í náttfötum. Sérstaklega er tekið fram að lúsmýið geti líklegast ekki bitið í gegnum föt, líkt og haldið hefur verið fram.Pistil Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alferðssonar má nálgast í heild sinni á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00