Mikilvægt að kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi í jarðhitaverkefnum Heimsljós kynnir 21. júní 2019 14:15 Glaðbeittur hópur útskriftarnema Jarðhitaskólans eftir útskriftarathöfn. gunnisal Jafnréttismálin hafa löngum átt undir högg að sækja innan orkugeirans, þar á meðal í jarðhitaverkefnum. Stórfelld innviðauppbygging getur haft víðtæk efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg áhrif á nærsamfélög og geta haft ólík áhrif á fólk eftir kyni. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þegar kynjasjónarmið eru höfð að leiðarljósi eru verkefnin líklegri til þess að bera árangur og bæta orkuöryggi. Þá eru verkefnin einnig líklegri til þess að stuðla að félagslegum framförum og efnahagslegum tækifærum fyrir bæði konur og karla. Hluti af vandamálinu er skortur á kyngreindum gögnum og heimildum um árangursríkar aðferðir.Í nýrri skýrslu orkusjóðs Alþjóðabankans (e. Energy Sector Management Assistance Programme, ESMAP) um jafnréttismál og jarðhita er sett fram aðferðafræði sem mun nýtast beint við hönnun og framkvæmd jarðhitaverkefna Alþjóðabankans og styrkja árangursmælingar í tengslum við jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Skýrslan varpar meðal annars ljósi á hvernig jarðhitaverkefni geta haft áhrif á umhverfið, heilsu fólks og atvinnutækifæri – og hvernig þessi áhrif bitna með ólíkum hætti á konum og körlum. Ísland hefur um árabil veitt framlög í orkusjóð Alþjóðabankans og hefur einnig fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá bankanum. Í þessu samstarfi hefur Ísland lagt áherslu á að koma jarðhitanýtingu á dagskrá bankans sem og á jafnréttismál almennt í orkugeiranum. Ísland studdi meðal annars við gerð áðurnefndrar skýrslu, en henni er ætlað að veita hagnýtar upplýsingar til þeirra sem starfa í jarðhitaþróun hjá bankanum og öðrum stofnunum og fyrirtækjum, um hvernig best verði unnið að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna í jarðhitaverkefnum. Í tengslum við þetta samstarf tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins einnig þátt í vinnufundi bankans um jafnréttismál og jarðhita í smáeyþróunarríkjum sem haldinn var í Guadalupe í mars. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent
Jafnréttismálin hafa löngum átt undir högg að sækja innan orkugeirans, þar á meðal í jarðhitaverkefnum. Stórfelld innviðauppbygging getur haft víðtæk efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg áhrif á nærsamfélög og geta haft ólík áhrif á fólk eftir kyni. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þegar kynjasjónarmið eru höfð að leiðarljósi eru verkefnin líklegri til þess að bera árangur og bæta orkuöryggi. Þá eru verkefnin einnig líklegri til þess að stuðla að félagslegum framförum og efnahagslegum tækifærum fyrir bæði konur og karla. Hluti af vandamálinu er skortur á kyngreindum gögnum og heimildum um árangursríkar aðferðir.Í nýrri skýrslu orkusjóðs Alþjóðabankans (e. Energy Sector Management Assistance Programme, ESMAP) um jafnréttismál og jarðhita er sett fram aðferðafræði sem mun nýtast beint við hönnun og framkvæmd jarðhitaverkefna Alþjóðabankans og styrkja árangursmælingar í tengslum við jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Skýrslan varpar meðal annars ljósi á hvernig jarðhitaverkefni geta haft áhrif á umhverfið, heilsu fólks og atvinnutækifæri – og hvernig þessi áhrif bitna með ólíkum hætti á konum og körlum. Ísland hefur um árabil veitt framlög í orkusjóð Alþjóðabankans og hefur einnig fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá bankanum. Í þessu samstarfi hefur Ísland lagt áherslu á að koma jarðhitanýtingu á dagskrá bankans sem og á jafnréttismál almennt í orkugeiranum. Ísland studdi meðal annars við gerð áðurnefndrar skýrslu, en henni er ætlað að veita hagnýtar upplýsingar til þeirra sem starfa í jarðhitaþróun hjá bankanum og öðrum stofnunum og fyrirtækjum, um hvernig best verði unnið að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna í jarðhitaverkefnum. Í tengslum við þetta samstarf tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins einnig þátt í vinnufundi bankans um jafnréttismál og jarðhita í smáeyþróunarríkjum sem haldinn var í Guadalupe í mars. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent