Þórdís segir spænsku strákana vera mjög opna og rómantíska en þeir séu upp til hópa mjög nískir, sem henni finnst afar óheillandi.
Makamál fengu að heyra hver eru Bone-orðin hennar Þórdísar.
ON
1. Góður húmor er það sem ég myndi segja að væri einna mikilvægast. Að koma mér til að hlæja og (mjög mikilvægt) að finnast ég ógeðslega fyndin.2. Sjálfsöryggi! Algjör klisja en mjög aðlaðandi þegar menn eru sáttir við sjálfan sig.
3. Einlægni. Að geta tjáð tilfinningar sínar og verið hreinskilinn og dúllulegur.
4. Týpulega séð er mjög veik fyrir mönnum sem eru töluvert hærri en ég og gjarnan með flotta upphandleggi (ég er bara 1,63 þannig ..)
5. Skegg. Verð ekki skotin í mönnum nema þeir séu með skegg! Sorry not sorry.
OFF
1. Neikvæðni. Mér finnst neikvætt fólk alveg ömurlega leiðinlegt.2. Ljótir skór, segir sig sjálft.
3. Dómharka og hroki. Þeir sem eru endalaust að dæma og skipta sér af því sem aðrir eru að gera finnst mér alveg glataðir. Adios dude!
4. Mont. Sjálfumgleði og mont er eitthvað sem mér finnst mjög mikið turn off. Get over yourself.
5. Gæjar sem geta ekki hagað sér í glasi og taka eiturlyf er eitt það þrotaðasta sem ég veit.
![](https://www.visir.is/i/07C583A912560B5D0AC37722D05556302AEF5DA44DE73A50AD2A6296C4091FFD_713x0.jpg)