Finnst allt skemmtilegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Baldvin Fannar við flygilinn sem afi hans átti. Þar situr hann mörgum stundum. Fréttablaðið/Stefán Baldvin Fannar Guðjónsson er nítján ára. Hann lærir bæði píanó- og orgelleik, syngur í Dómkórnum og stefnir á stúdentspróf í árslok en í sumar vinnur hann garðyrkjustörf hjá Orkuveitunni og snyrtir til kringum rafstöðvar, fráveitur og önnur mannvirki fyrirtækisins. Hlær þegar hann er spurður hvort það fari ekki illa með píanóputtana. „Nei, þetta er nú ekki svo slæmt. Ég hef góð verkfæri. Æfi svo á hljóðfæri þegar ég er búinn í vinnunni á daginn. Er með ágætan flygil heima sem afi minn átti, hann hét Baldur Kristjánsson og var píanóleikari.“ Aðspurður kveðst hann hafa verið sex eða sjö ára þegar hann byrjaði að læra á píanó. „Ég var langveikt barn og mér hefur verið sagt að einu skiptin sem ég var rólegur hafi verið þegar ég sat undir flyglinum og pabbi spilaði!“ Baldvin Fannar tók nýlega þátt í stórri tónlistarkeppni, Jugend Musiziert, sem meðleikari á píanó með ítalskri fiðlu-stúlku, Önnu Pederielli. Þar hreppti hann fyrsta sæti menntaskólanema og hún þriðja. Hann segir velgengnina hafa komið rosalega á óvart. „Við bjuggumst ekkert við miklu. Þetta er tónlistarkeppni þýskra skóla um allan heim, þó aðallega í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Alls tóku þátt um 2.000 manns, í okkar riðli milli 100 og 150.“ Áður en að þessari keppni kom höfðu þau Anna og Baldvin Fannar komist í gegnum tvær aðrar sem voru útsláttarkeppnir, þá fyrri í heimaborg Önnu, Mílanó, í desember, þar sem þau fengu 25 stig af 25 mögulegum og hina í Aþenu um miðjan mars. Þar kepptu lönd Suður-Evrópu, Egyptaland, Palestína og Ísrael og einnig þar fengu Anna og Baldvin Fannar fullt hús og tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Baldvin Fannar segir þau Önnu hafa hist fyrst á tónlistarnámskeiði á Englandi en ekki spilað saman fyrr en nú. „Við æfðum hvort í sínu lagi en ég var í Mílanó í hálfan mánuð fyrir keppnina þar og hún jafnlengi hér á Íslandi fyrir lokakeppnina.“ Er hann ekkert stressaður fyrir svona keppnir? „Ég er yfirleitt rólegur yfir þessu, er búinn að æfa vel og veit að það er lítið sem ég get gert meira. En þegar ég er alveg að fara að spila þá allt í einu spring ég úr stressi, það varir samt stutt því þegar ég byrja hverfa allar áhyggjur.“ Eins og fram kom í upphafi æfir Baldvin Fannar líka á orgel og lýsir aðdraganda þess. „Ég var í Drengjakór Reykjavíkur sem æfði í Hallgrímskirkju og þar var þetta stóra og fína orgel. Svo rétt fyrir fermingu fékk ég að byrja að læra á orgel, loksins orðinn nógu leggjalangur til að ná niður á pedalana. Það er rosa skemmtilegt, allt öðru vísi en að æfa á píanó. Sú sem kennir mér heitir Lenka Mátéová og er eiginkona píanókennarans míns, Peters Máté. Smá samkeppni þar!“ Þegar framtíðaráform Baldvins ber á góma vandast málið, því það kemur í ljós að honum þykir allt svo áhugavert sem hann fæst við að hann veit ekki hvað hann á að velja. Býst þó síður við að leggja fyrir sig garðyrkjuna. „Mig langar að halda áfram í tónlistinni en er enn í menntaskóla og finnst öll fögin skemmtileg. Ég hefði getað útskrifast núna í vor en þar sem ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri í framhaldinu frestaði ég því til jóla, þá fæ ég lengri umhugsunarfrest.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Verðlaun Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Baldvin Fannar Guðjónsson er nítján ára. Hann lærir bæði píanó- og orgelleik, syngur í Dómkórnum og stefnir á stúdentspróf í árslok en í sumar vinnur hann garðyrkjustörf hjá Orkuveitunni og snyrtir til kringum rafstöðvar, fráveitur og önnur mannvirki fyrirtækisins. Hlær þegar hann er spurður hvort það fari ekki illa með píanóputtana. „Nei, þetta er nú ekki svo slæmt. Ég hef góð verkfæri. Æfi svo á hljóðfæri þegar ég er búinn í vinnunni á daginn. Er með ágætan flygil heima sem afi minn átti, hann hét Baldur Kristjánsson og var píanóleikari.“ Aðspurður kveðst hann hafa verið sex eða sjö ára þegar hann byrjaði að læra á píanó. „Ég var langveikt barn og mér hefur verið sagt að einu skiptin sem ég var rólegur hafi verið þegar ég sat undir flyglinum og pabbi spilaði!“ Baldvin Fannar tók nýlega þátt í stórri tónlistarkeppni, Jugend Musiziert, sem meðleikari á píanó með ítalskri fiðlu-stúlku, Önnu Pederielli. Þar hreppti hann fyrsta sæti menntaskólanema og hún þriðja. Hann segir velgengnina hafa komið rosalega á óvart. „Við bjuggumst ekkert við miklu. Þetta er tónlistarkeppni þýskra skóla um allan heim, þó aðallega í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Alls tóku þátt um 2.000 manns, í okkar riðli milli 100 og 150.“ Áður en að þessari keppni kom höfðu þau Anna og Baldvin Fannar komist í gegnum tvær aðrar sem voru útsláttarkeppnir, þá fyrri í heimaborg Önnu, Mílanó, í desember, þar sem þau fengu 25 stig af 25 mögulegum og hina í Aþenu um miðjan mars. Þar kepptu lönd Suður-Evrópu, Egyptaland, Palestína og Ísrael og einnig þar fengu Anna og Baldvin Fannar fullt hús og tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppninni. Baldvin Fannar segir þau Önnu hafa hist fyrst á tónlistarnámskeiði á Englandi en ekki spilað saman fyrr en nú. „Við æfðum hvort í sínu lagi en ég var í Mílanó í hálfan mánuð fyrir keppnina þar og hún jafnlengi hér á Íslandi fyrir lokakeppnina.“ Er hann ekkert stressaður fyrir svona keppnir? „Ég er yfirleitt rólegur yfir þessu, er búinn að æfa vel og veit að það er lítið sem ég get gert meira. En þegar ég er alveg að fara að spila þá allt í einu spring ég úr stressi, það varir samt stutt því þegar ég byrja hverfa allar áhyggjur.“ Eins og fram kom í upphafi æfir Baldvin Fannar líka á orgel og lýsir aðdraganda þess. „Ég var í Drengjakór Reykjavíkur sem æfði í Hallgrímskirkju og þar var þetta stóra og fína orgel. Svo rétt fyrir fermingu fékk ég að byrja að læra á orgel, loksins orðinn nógu leggjalangur til að ná niður á pedalana. Það er rosa skemmtilegt, allt öðru vísi en að æfa á píanó. Sú sem kennir mér heitir Lenka Mátéová og er eiginkona píanókennarans míns, Peters Máté. Smá samkeppni þar!“ Þegar framtíðaráform Baldvins ber á góma vandast málið, því það kemur í ljós að honum þykir allt svo áhugavert sem hann fæst við að hann veit ekki hvað hann á að velja. Býst þó síður við að leggja fyrir sig garðyrkjuna. „Mig langar að halda áfram í tónlistinni en er enn í menntaskóla og finnst öll fögin skemmtileg. Ég hefði getað útskrifast núna í vor en þar sem ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri í framhaldinu frestaði ég því til jóla, þá fæ ég lengri umhugsunarfrest.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Verðlaun Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira