Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 12:00 Cloé hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira