Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2019 20:32 Nýtt þjóðleikhúsráð tekur við eftir mánaðamót. Vísir Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið.Sjá einnig: Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að allir fulltrúar Þjóðleikhúsráðs hefðu sagt sig úr ráðinu. Ráðið sagði af sér í heild til þess að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra yrði hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi en það kemur til kasta Þjóðleikhúsráðs að meta hæfi umsækjenda um stöðu næsta þjóðleikhússtjóra. Lögum samkvæmt er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum, þremur skipuðum af ráðherra, einum tilnefndum af félagi íslenskra leikara og sá síðasti tilnefndur af félagi leikstjóra á Íslandi.Sjá einnig: Þjóðleikhúsráð segir af sérNýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Nýtt Þjóðleikhúsráð tekur formlega til starfa á morgun, 1. júlí. Samdægurs rennur umsóknarfrestur til embættis Þjóðleikhússtjóra út. Leikhús Menning Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið.Sjá einnig: Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að allir fulltrúar Þjóðleikhúsráðs hefðu sagt sig úr ráðinu. Ráðið sagði af sér í heild til þess að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra yrði hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi en það kemur til kasta Þjóðleikhúsráðs að meta hæfi umsækjenda um stöðu næsta þjóðleikhússtjóra. Lögum samkvæmt er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum, þremur skipuðum af ráðherra, einum tilnefndum af félagi íslenskra leikara og sá síðasti tilnefndur af félagi leikstjóra á Íslandi.Sjá einnig: Þjóðleikhúsráð segir af sérNýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Nýtt Þjóðleikhúsráð tekur formlega til starfa á morgun, 1. júlí. Samdægurs rennur umsóknarfrestur til embættis Þjóðleikhússtjóra út.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21
Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03