Óvenju fáir geitungar í ár Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 17:41 Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana. VÍSIR/VILHELM Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar. Dýr Lúsmý Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar.
Dýr Lúsmý Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira