Páll Óskar tók til eftir sjálfan sig eftir fimm tíma ball Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 10:45 Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“ Akureyri Næturlíf Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“
Akureyri Næturlíf Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira