Páll Óskar tók til eftir sjálfan sig eftir fimm tíma ball Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2019 10:45 Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“ Akureyri Næturlíf Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Ellefu hundrað manns skemmtu sér konunglega á fimm tíma balli Páls Óskars í Boganum á Akureyri á laugardagskvöld. Þórsarar stóðu fyrir ballinu sem markaði lokapunktinn á árlegu Pollamóti þeirra í Þorpinu þar sem karlmenn eldri en 28 ára og konur yfir tvítugu kepptu í fótbolta bæði föstudag og laugardag. Þeir sem hafa skellt sér á Pallaball í gegnum tíðina þekkja fasta liði. Allar hendur upp í loft og konfettísprengjur. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila innanhúss á gervigrasvelli,“ segir Páll Óskar í samtali við Vísi. Hann segir að einstaklega vel hafi verið að öllu staðið, plötur lagðar á grasið til að verja það og gera fólki kleyft að dansa undir dynjandi tónlistinni. Skipuleggjendur höfðu orð á því við Pál Óskar að þeir hefðu áhyggjur af þrifum eftir konfettísprengjurnar. „Ég sagði þeim að rétta mér sóp og ég þreif salinn sjálfur,“ segir Páll Óskar. „Sólrún Diego er komin með samkeppni!“ Páll Óskar segist hafa heyrt endurtekið af því að vertar og ballhaldarar kvarti undan veseni sem fylgi því að þrífa upp konfettíið. „Það er það ekki baun,“ segir Páll Óskar. Ballinu hafi verið lokið klukkan fjögur og klukkustund síðar hafi ekki séð á salnum. Aðspurður hvort kropparnir á dansgólfinu hafi ekki verið frekar stífir og stirrðir eftir boltaspark segir Páll Óskar það öðru nær. „Þetta var eins 'smooth' og 'bjútífúl' og hægt var,“ segir Páll Óskar. Hann hafi fundið það á fólki hve brjálað líf var í bænum. Engin furða enda fjölmennasta N1 mótið frá upphafi á KA-svæðinu sem lauk sömuleiðis á laugardaginn. „Þetta er með því stærra sem ég hef komist í!“
Akureyri Næturlíf Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira