„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 13:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, var gestur í umræðuþættinum Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira