Sjálfstæðisflokkurinn Kristín vill fyrsta sætið Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs í Hafnarfirði býður sig fram í 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 7. febrúar. Þegar hefur Skarphéðinn Orri Björnsson, núverandi oddviti, tilkynnt að hann sækist eftir 1. sætinu. Innlent 2.1.2026 15:05 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra. Menning 2.1.2026 15:02 „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Innlent 31.12.2025 15:19 Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Kryddsíld verður á dagskrá Sýnar klukkan 14:00 í dag og verður í opinni dagskrá hér á Vísi. Innlent 31.12.2025 12:03 Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Skoðun 31.12.2025 08:31 Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið. Innlent 30.12.2025 13:36 Jólapartýi aflýst Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar). Skoðun 30.12.2025 07:02 Fylgi stjórnarflokkanna dalar Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent. Innlent 29.12.2025 18:59 Halldór Blöndal borinn til grafar Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra. Innlent 29.12.2025 15:51 Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna. Innlent 25.12.2025 15:13 Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30 Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast og eykst um tæp tvö prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent. Innlent 22.12.2025 18:30 Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 22.12.2025 10:17 Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Alþingi lauk störfum í gær eftir þingvetur sem verður helst minnst fyrir skattahækkanir. Ríkisstjórn lýkur nú öðru þingi sínu og aftur var mest púður lagt í að hækka álögur á fólk og fyrirtæki. Skoðun 19.12.2025 14:32 Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Fundir Alþingis á liðnu haustþingi voru 53 talsins og stóðu samtals í tæpar 320 klukkustundir. Af þeim 138 frumvörpum sem bárust þinginu urðu aðeins 37 að lögum og eru 101 frumvörp enn óútrædd. Þá voru samþykktar fimm þingsályktunartillögur af 66 og ráðherrar svöruðu 107 óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 19.12.2025 11:18 Öll lífsins gæði mynda skattstofn Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Skoðun 18.12.2025 20:01 Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Það stefnir í gríðarlega spennandi kosningar í Reykjavík að mati stjórnmálafræðings sem telur að Viðreisn gæti endað í lykilstöðu milli blokkanna til hægri og vinstri. Hann telur óvíst hvort harður oddvitaslagur innan Sjálfstæðisflokksins yrði flokknum til gagns. Innlent 18.12.2025 19:14 Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Samband ungra sjálfstæðismanna hefur í dag sölu á dagatali fyrir árið 2026 prýddum glænýjum vandræðalegum fjölskyldumyndum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þar að auki laumuðust nokkrir ungir sjálfstæðismenn með á mynd, fremstur í flokki Brynjar nokkur Níelsson. Lífið 18.12.2025 10:59 „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17.12.2025 12:55 Halldór Blöndal er látinn Halldór Blöndal er látinn, 87 ára. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. desember síðastliðinn, eftir veikindi. Innlent 17.12.2025 06:29 „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16.12.2025 15:51 Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29 Lágpunktur umræðunnar Undirritaður spurði forsætisráðherra út í ofbeldis- og fíkniefnafaraldur barna og ungmenna sem nú geysar. Skoðun 16.12.2025 07:30 Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: Skoðun 16.12.2025 07:03 Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15.12.2025 17:31 Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í sameiginlegum drónakaupum hinna Norðurlandanna sé vilji til þess. Utanríkisráðuneytið fylgist með framvindu kaupanna. Innlent 14.12.2025 15:54 Björn Dagbjartsson er látinn Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Innlent 11.12.2025 18:07 „Stóra-Hraun mun rísa“ Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður. Innlent 11.12.2025 11:08 Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Skoðun 11.12.2025 07:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 108 ›
Kristín vill fyrsta sætið Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs í Hafnarfirði býður sig fram í 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 7. febrúar. Þegar hefur Skarphéðinn Orri Björnsson, núverandi oddviti, tilkynnt að hann sækist eftir 1. sætinu. Innlent 2.1.2026 15:05
Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra. Menning 2.1.2026 15:02
„Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Innlent 31.12.2025 15:19
Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Kryddsíld verður á dagskrá Sýnar klukkan 14:00 í dag og verður í opinni dagskrá hér á Vísi. Innlent 31.12.2025 12:03
Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Skoðun 31.12.2025 08:31
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið. Innlent 30.12.2025 13:36
Jólapartýi aflýst Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar). Skoðun 30.12.2025 07:02
Fylgi stjórnarflokkanna dalar Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent. Innlent 29.12.2025 18:59
Halldór Blöndal borinn til grafar Jarðarför Halldórs Blöndals var gerð frá Hallgrímskirkju eftir hádegið. Full kirkja var og auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands voru forsetarnir fyrrverandi Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson meðal viðstaddra. Innlent 29.12.2025 15:51
Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum hundrað milljónum króna árið 2024. Framlög lögaðila til flokksins voru tugir milljóna króna en kostnaðurinn við Alþingiskosningarnar var rúmlega 170 milljónir króna. Innlent 25.12.2025 15:13
Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30
Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast og eykst um tæp tvö prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent. Innlent 22.12.2025 18:30
Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 22.12.2025 10:17
Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Alþingi lauk störfum í gær eftir þingvetur sem verður helst minnst fyrir skattahækkanir. Ríkisstjórn lýkur nú öðru þingi sínu og aftur var mest púður lagt í að hækka álögur á fólk og fyrirtæki. Skoðun 19.12.2025 14:32
Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Fundir Alþingis á liðnu haustþingi voru 53 talsins og stóðu samtals í tæpar 320 klukkustundir. Af þeim 138 frumvörpum sem bárust þinginu urðu aðeins 37 að lögum og eru 101 frumvörp enn óútrædd. Þá voru samþykktar fimm þingsályktunartillögur af 66 og ráðherrar svöruðu 107 óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 19.12.2025 11:18
Öll lífsins gæði mynda skattstofn Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Skoðun 18.12.2025 20:01
Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Það stefnir í gríðarlega spennandi kosningar í Reykjavík að mati stjórnmálafræðings sem telur að Viðreisn gæti endað í lykilstöðu milli blokkanna til hægri og vinstri. Hann telur óvíst hvort harður oddvitaslagur innan Sjálfstæðisflokksins yrði flokknum til gagns. Innlent 18.12.2025 19:14
Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Samband ungra sjálfstæðismanna hefur í dag sölu á dagatali fyrir árið 2026 prýddum glænýjum vandræðalegum fjölskyldumyndum af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þar að auki laumuðust nokkrir ungir sjálfstæðismenn með á mynd, fremstur í flokki Brynjar nokkur Níelsson. Lífið 18.12.2025 10:59
„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17.12.2025 12:55
Halldór Blöndal er látinn Halldór Blöndal er látinn, 87 ára. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. desember síðastliðinn, eftir veikindi. Innlent 17.12.2025 06:29
„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16.12.2025 15:51
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29
Lágpunktur umræðunnar Undirritaður spurði forsætisráðherra út í ofbeldis- og fíkniefnafaraldur barna og ungmenna sem nú geysar. Skoðun 16.12.2025 07:30
Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: Skoðun 16.12.2025 07:03
Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15.12.2025 17:31
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í sameiginlegum drónakaupum hinna Norðurlandanna sé vilji til þess. Utanríkisráðuneytið fylgist með framvindu kaupanna. Innlent 14.12.2025 15:54
Björn Dagbjartsson er látinn Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Innlent 11.12.2025 18:07
„Stóra-Hraun mun rísa“ Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður. Innlent 11.12.2025 11:08
Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Skoðun 11.12.2025 07:30