Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:45 Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna. Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna.
Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira