Skaðabótagreiðslan kemur sér vel í framsalsmáli Julian Assange Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:30 Kristinn segist feginn að þessu máli sé lokið eftir níu ára slag. Vísir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30