Höfða mál vegna hávaðasams hana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 21:11 Maurice ásamt eiganda sínum, Corinne Fesseau, á góðri stundu. Vísir/Getty Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu. Dýr Frakkland Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu.
Dýr Frakkland Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning