Fjölmenn mótmæli í miðborginni Gígja Hilmarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 4. júlí 2019 19:11 Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Umboðsmaður barna óskaði í dag eftir að funda hið fyrsta með dómsmálaráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar til að fara yfir mál barna sem á að endursenda til Grikklands. Árið 2010 var hætt að endursenda hælisleitendur þangað vegna ófullnægjandi aðstæðna í gríska hælisleitendakerfinu. Það á hins vegar ekki við um þá sem þegar hafa fengið þar hæli, líkt og börnin í þessu tilfelli. Salvör Nordal, umboðsmaður barna segir að fara þurfi yfir forsendurnar fyrir þessu verklagi. „Það var náttúrulega ákveðið að senda ekki börn sem væru í hælisleit ekki til Grikklands en þau eru auðvitað komin með dvalarleyfi þar og við viljum bara fara yfir stöðuna með þeim,” segir Salvör. Staða barnanna metin mjög alvarleg Samkvæmt heimildum fréttastofu verður fjölskyldunum tveimur þó ekki vísað úr landi á næstu dögum og eru mál þeirra nú til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Þarna er um að ræða barn sem var á BUGL og læknir stígur fram og segir að það sé ekki forsvaranlegt að senda það út. Þannig við viljum bara fara yfir þessi mál. Það er alveg full ástæða til þess,” bætir hún við. Líkt og tíu ára drengurinn sem þurfti að leita á BUGL vegna kvíða yfir aðstæðunum fóru systkinin úr hinni fjölskyldunni, þau Zainab og Amir Safari á BUGL af sömu ástæðum í dag. Læknir hefur boðið þau í annan tíma á morgun, enda sé staða þeirra metin mjög alvarleg. Lögmaður þeirra mun á morgun óska eftir endurupptöku málsins af vegna þessa. Salvör segir mikilvægt að í hverju einstöku tilviki séu hagsmunir barna metnir út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Barnasáttmálinn eru auðvitað lög í landinu og við höfum náttúrulega lagt mikla áherslu á að það sé tekið meira tillit til barna í umfjöllun um þessi mál. Útlendingastofnun hefur verið að bæta mjög mikið og það hefur breyst viðhorfið í þessu ferli á síðustu árum en það má mögulega gera betur og við viljum bara fara yfir þessa hluti með þeim,” segir Salvör.„Fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta“ Mótmæli með yfirskriftinni „stöðvið brottvísanir barna” fór fram í dag. Mótmælendur gengu fylktu liði frá Skólavörðuholti niður að Austurvelli og gengu meðal annars fram hjá Dómsmálaráðuneytinu og Stjórnarráðinu til að vekja athygli á málefninu. Fréttamaður Stöðvar 2 var á Austurvelli og ræddi við tvo af skipuleggjendum mótmælanna. Sema Erla Serdar sagðist ekki vera hissa á því hve margir væru komnir saman til að mótmæla og sagði það ríma við þá umræðu sem hefur verið í gangi í samfélaginu. „Fólk er komið með nóg og fólki ofbýður grimmileg stefna stjórnvalda í garð barna á flótta og við erum hér saman komin til að senda skýr skilaboð um að þetta sé ekki okkar nafni og við viljum að þessu verði hætt strax,“ sagði Sema Erla. „Krafan er að við hjálpum þessum börnum núna og við leggjum línurnar hvernig við ætlum að hjálpa öðrum börnum í framhaldinu svo þau þurfi ekki að ganga í gegnum það sem þessi börn ganga í gegnum núna, “ sagði Guðmundur Karl Karlsson.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Brottvísun barna mótmælt Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. 4. júlí 2019 18:02