Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 16:43 Frá vegagerð um Njarðvík í síðustu viku en víkin er milli Vatnsskarðs og Borgarfjarðar. Vísir/Vilhelm. Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15
Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30