Mikill munur á markasóknum tveggja bestu liðanna í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 15:30 Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í Val halda boltanum lengi áður en þær skora mörkin sín. vísir/bára Valskonur hafa verið með boltann í næstum því mínútu að meðaltali í markasóknum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar. Valur og Breiðablik mætast í kvöld í uppgjör tveggja efstu liða Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Bæði liðin eru með fullt hús stiga og það er því ljóst að það breytist í kvöld. Leikurinn fer fram á Valsvellinum og hefst klukkan 19.15 en hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Instat hefur tekið saman ítarlega tölfræði um Pepsi Max deild kvenna í sumar og þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Það er sem dæmi mjög athyglisvert að bera saman sóknir Vals og Breiðabliks sem eru þau lið sem hafa skorað flest mörk í deildinni í sumar. Valskonur taka sér þannig mjög góðan tíma í sóknirnar sem skila liðinu marki. Sóknir sem enda með marki hjá Val eru að meðaltali 54,2 sekúndur að lengd. Sóknir Blika sem skilað hafa marki eru á sama tíma aðeins 19,9 sekúndur að lengd. Hér munar því rúmlega 34 sekúndum. Valskonur hafa að meðaltali náð 13,4 sendingum áður en þær skora í sumar en Blikar eru með 6,3 sendingar að meðaltali áður en þær skora mörkin sín. Á þessu sést að Valsliðið er oft lengi með boltann áður en þær skora mörkin sín en það má búast við því að bæði lið þurfti einmitt að sýna þolinmæði til að opna varnir andstæðinganna í leiknum í kvöld.Lið sem hafa verið lengst með boltann áður en þau skora í Pepsi Max deild kvenna 2019:(Tölur frá Instat) 1. Valur 54,2 sekúndur 2. Þór/KA 21,1 sekúnda 3. Breiðablik 19,9 sekúndur 4. Selfoss 17,4 sekúndur 5. Keflavík 15,0 sekúndur 6. ÍBV 12,5 sekúndur 7. KR 10,1 sekúnda 8. Fylkir 8,5 sekúndur 9. Stjarnan 7,2 sekúndur 10. HK/Víkingur 5,1 sekúnda Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Valskonur hafa verið með boltann í næstum því mínútu að meðaltali í markasóknum sínum í Pepsi Max deildinni í sumar. Valur og Breiðablik mætast í kvöld í uppgjör tveggja efstu liða Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Bæði liðin eru með fullt hús stiga og það er því ljóst að það breytist í kvöld. Leikurinn fer fram á Valsvellinum og hefst klukkan 19.15 en hann verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Instat hefur tekið saman ítarlega tölfræði um Pepsi Max deild kvenna í sumar og þar kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Það er sem dæmi mjög athyglisvert að bera saman sóknir Vals og Breiðabliks sem eru þau lið sem hafa skorað flest mörk í deildinni í sumar. Valskonur taka sér þannig mjög góðan tíma í sóknirnar sem skila liðinu marki. Sóknir sem enda með marki hjá Val eru að meðaltali 54,2 sekúndur að lengd. Sóknir Blika sem skilað hafa marki eru á sama tíma aðeins 19,9 sekúndur að lengd. Hér munar því rúmlega 34 sekúndum. Valskonur hafa að meðaltali náð 13,4 sendingum áður en þær skora í sumar en Blikar eru með 6,3 sendingar að meðaltali áður en þær skora mörkin sín. Á þessu sést að Valsliðið er oft lengi með boltann áður en þær skora mörkin sín en það má búast við því að bæði lið þurfti einmitt að sýna þolinmæði til að opna varnir andstæðinganna í leiknum í kvöld.Lið sem hafa verið lengst með boltann áður en þau skora í Pepsi Max deild kvenna 2019:(Tölur frá Instat) 1. Valur 54,2 sekúndur 2. Þór/KA 21,1 sekúnda 3. Breiðablik 19,9 sekúndur 4. Selfoss 17,4 sekúndur 5. Keflavík 15,0 sekúndur 6. ÍBV 12,5 sekúndur 7. KR 10,1 sekúnda 8. Fylkir 8,5 sekúndur 9. Stjarnan 7,2 sekúndur 10. HK/Víkingur 5,1 sekúnda
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira