Ótvírætt að rafbílar séu umhverfisvænni en bensín- og díselbílar Ari Brynjólfsson skrifar 3. júlí 2019 06:15 Framkvæmdastjóri ON afhenti umhverfisráðherra skýrsluna. Mynd/ON Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Orku náttúrunnar. Í ljós kemur að bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti losa 4 til 4,5 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum allt frá framleiðslu og yfir „líftíma“ sinn sé miðað við sambærilega rafbíla, er þeim er ekið á Íslandi. Er þá miðað við að þeim sé ekið 220.000 kílómetra. Í skýrslunni er ekki horft til losunar gróðurhúsalofttegunda við förgun rafbíla en þó sagt að áhrifin séu í versta falli innan við 2 prósent af heildarlosun bílsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, segir ánægjulegt að geta kveðið niður mýtur um rafbíla með ítarlegri skýrslu. „Eitt helsta markmið okkar hjá ON við gerð þessarar skýrslu var að skoða hvort helstu mýtur um rafbíla ættu við rök að styðjast. Niðurstöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfisvænn kostur hér á Íslandi,“ fullyrðir Berglind. Miklu máli skiptir upp á kolefnisfótsporið hvernig raforka í rafbíla er framleidd. Ólíkt mörgum öðrum löndum er öll raforka á Íslandi umhverfisvæn. Þess vegna sé Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. „Á hnattræna vísu dregur það úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda að aka rafbíl á Íslandi. Það er okkur mikil hvatning til að leggja okkur enn frekar fram um að auka hlutdeild rafbíla með fræðslu og áframhaldandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Orku náttúrunnar. Í ljós kemur að bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti losa 4 til 4,5 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum allt frá framleiðslu og yfir „líftíma“ sinn sé miðað við sambærilega rafbíla, er þeim er ekið á Íslandi. Er þá miðað við að þeim sé ekið 220.000 kílómetra. Í skýrslunni er ekki horft til losunar gróðurhúsalofttegunda við förgun rafbíla en þó sagt að áhrifin séu í versta falli innan við 2 prósent af heildarlosun bílsins. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, segir ánægjulegt að geta kveðið niður mýtur um rafbíla með ítarlegri skýrslu. „Eitt helsta markmið okkar hjá ON við gerð þessarar skýrslu var að skoða hvort helstu mýtur um rafbíla ættu við rök að styðjast. Niðurstöður skýrslunnar taka af allan vafa um að rafbílar eru mjög umhverfisvænn kostur hér á Íslandi,“ fullyrðir Berglind. Miklu máli skiptir upp á kolefnisfótsporið hvernig raforka í rafbíla er framleidd. Ólíkt mörgum öðrum löndum er öll raforka á Íslandi umhverfisvæn. Þess vegna sé Ísland kjörland til rafbílanotkunar út frá umhverfissjónarmiðum. „Á hnattræna vísu dregur það úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda að aka rafbíl á Íslandi. Það er okkur mikil hvatning til að leggja okkur enn frekar fram um að auka hlutdeild rafbíla með fræðslu og áframhaldandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira