Eina markmiðið að komast lífs af Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2019 15:46 Kona sem lifði af Bosníustríðið veitir innsýn í reynsluheim barns á flótta. „Það er ekkert betra en að vera öruggur.“ Þetta segir Jasmina Crnac, stjórnmálafræðingur sem lifði af hörmungar Bosníustríðsins og fékk loks atvinnuleyfi á Íslandi eftir að hafa í fjölda ára komið að lokuðum dyrum. Jasmina veitti vinum sínum á Facebook dýrmæta innsýn inn í reynsluheim barna á flótta. Hún skrifaði grein undir yfirskriftinni „Má ég segja ykkur hvernig einu barni líður á flótta?“ „Þeir sem hafa ekki upplifað slíkt [öryggisleysi í barnæsku] geta átt erfitt með að skilja hversu mikilvægt [öryggið] það er. Ef þú ert ekki öruggur þá býrð þú við mikið skert lífsgæði. Flótti úr heimalandi er ekki gert sér til skemmtunar og hvað þá með börn.“ „Hörmungar í þessu stríði eru þær mestu í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld þar sem fjöldamorð voru framin og allt saman. Það hefur ekki gerst í neinu stríði í Evrópu eftir það. Þetta er mjög mikil saga og mikilvægt að muna hvað veldur stríði og hversu miklar afleiðingar verða eftir slíkt ástand. Næstum því þrjátíu árum síðar er landið ekki búið að ná sér alveg og það sést vel í ritgerðinni minni,“ segir Jasmina í samtali við fréttastofu.„Við þurftum að snúa aftur til helvítis á jörðu“ Jasmína er nýútskrifuð út stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í lokaritgerðinni skrifaði hún um stöðu kvenna í Bosníu-Hersegóvínu undir handleiðslu Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í stjórnmálafræði. Jasmína er fædd og uppalinn í Bosníu-Hersegóvínu en þegar stríðið hófst árið 1992 reyndi Rauði krossinn að koma fjölskyldu hennar, Bosníumúslimum sem flúðu ofsóknir Serba, í öruggt skjól í Ungverjalandi. Þeim var snúið við á landamærunum. „Við þurftum að snúa við. Ungverjaland vildi okkur ekki. Þannig við þurftum að snúa við aftur til helvítis á jörðu. Þá hugsaði ég nú verður okkur endalega kálað. Við eigum ekki neitt. Búið að taka af okkur allt og við eigum þessar 4 töskur. Höfum engan til snúa okkur til. Í annarri tilraun til að komast af enduðum við í flóttamannabúðum með fleiri hundruð manns sem gistu í íþróttasal án vatns og rafmagns,“ rifjar Jasmina upp. „Svona gekk þetta í 4 ár; að færa sig á milli staða og húsa og upplifa að maður er hvergi velkominn. Ekki heima þar sem við vorum hvorki af réttu þjóðerni né aðhylltumst rétt trúarbrögð.“Talið er að Bosníustríðið hafi formlega hafist í byrjun árs 1992 og lokið í lok ársins 1995. Þrátt fyrir þetta glímir Bosnía-Herzegóvína, heimaland Jasminu, enn við meiriháttar vandamál. Þar er enn mikið atvinnuleysi og fjöldi manns hefur yfirgefið landið til að vinna erlendis.Vísir/GettyVissi ekki hvort hún myndi lifa af næsta dag Jasmina segist á hverju kvöldi hafa hugsað með sjálfri sér hvort hún og fjölskyldan myndi lifa næsta dag af. „Hvað þarf ég þola mikið ofbeldi daginn eftir? Koma sprengjur á morgun á leiðinni í skólann?, kemur herinn í borgina, verður ráðist á mig, verður pabbi tekinn, verða vinir mínir á lífi en fjölskylda sem ég vissi ekki hvar hún var stödd á flóttanum, verða nágranni drepin, fáum við borða og og og...svona gekk þetta dögum og mánuðum saman. Það er svo margt sem ég hugsaði innra með sjálfri mér og kveið fyrir....“ Þorði ekki að segja foreldrum sínum frá einelti í skólanum Jasmina segist hafa veigrað sér við að segja foreldrum sínum frá einelti sem hún varð fyrir í skólanum. Hún var sannfærð um að foreldrar sínir hefðu nóg á sinni könnu við að afla matar sem var ekki auðvelt í stríði. „Ég sagði aldrei frá því að strákarnir væru farnir að áreita mig því ég var „öðruvísi“ bæði fyrir að vera annarrar trúar og af öðru þjóðerni og síðan sem flóttamaður. Ég sagði aldrei frá því að mig langaði í skó sem væru ekki með götum á eða kvartaði yfir því að ég labbaði heim úr skólanum (30 mín ganga) með blóðuga fætur því skórnir sem ég fékk frá Rauða krossinum pössuðu ekki. Ég þurfti kannski ekki segja neitt því ég er viss um að foreldrar mínir vissu þetta allt saman en gátu svo sem lítið gert í því. Enginn vinna var í boði í slíku ástandi og þá voru heldur engir peningar til staðar.“ Sama um snjóinn því þau voru örugg Jasminu dreymdi um að komast frá hinu stríðshrjáða landi og fá að búa á stað þar sem hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Hún hafi ekki skilið hvers vegna engin þjóð hafi viljað taka á móti þeim og á enn erfiðara með að skilja það í dag. Fjölskyldan fluttist loks búferlum til Ólafsfjarðar þar sem hún vann við fiskvinnslu. Þau bjó fjölskyldan í fjögur ár. „Síðan fáum við gullna tækifæri að komast til Ísland (ekki sem flóttamenn og ætla leyfa mér að segja sem betur fer). Við vorum þau heppnu! Við vorum að springa úr gleði. Okkur var alveg sama að þurfa vinna í fiski og fá lágmarkslaun, oft á tíðum ekki einni sinni það, búa út á landi og eiga ekki bil og að það snjóaði marga metra snjór liggur við allan ársins hring. Okkur var alveg sama því við vorum örugg og gátum keypt í matinn og áttum húsnæði sem við gátum borgað sjálf af því við vorum í vinnu. Heitt vatn og rennandi vatn almennt, rafmagn og sjónvarp voru plús lúxus sem við tókum fagnandi.“ „Áhyggjurnar voru lengi að hverfa og það tók mig nú örugglega 4 ár að átta mig að ég bjó ekki í stríðsástandi lengur og að ég er frjáls. Ég mátti ferðast út um allt og ég hafði minn rétt. Kvíðinn hvarf ekki, hann hefur háð mér alla ævi, síðan ég var krakki þróaði ég þennan kvíða í því ástandi sem ég bjó við og enn þann dag í dag sem fullorðin manneskja þarf ég díla við hann.“Bosníumúslimar syrgja.Vísir/epaGreind með áfallastreitu og alvarlegan kvíða á fullorðinsárum Jasmina leitaði sér fyrst faghjálpar við kvíðanum þegar hún var orðin 29 ára. Þá var kvíðaröskunin orðin verulega hamlandi. Í ljós kom að Jasmina var með áfallastreituröskun og alvarlegan kvíða. „Ég ýtti honum alltaf í burtu og hélt öll þessi ár að maður yrði bara að vera sterkur og harka þetta að sér. Þetta var normið í stríðinu og ég náði ekki breyta því án sérfræðihjálpar þó ég væri komin til Íslands í öruggt umhverfi. Á þeim tíma sem ég var barn var bara ekkert tími til að vera með aumingjaskap og valda foreldrum áhyggjum. Við þurftum komast af lifandi. Þetta var eina markmið okkar. Eðlilegast fannst mér að þurfa vera kvíðin fyrir öllu. Óvissa var verst (enn daginn í dag þoli ég ekki óvissu og get brugðist mjög illa og harkalega við því).“ Jasmina segir að það jákvæða í hennar sögu sé tækifærið sem fjölskyldan fékk á Íslandi. „Ég er á mjög góðum stað í lífinu í dag þökk sé þessu tækifæri sem mér var gefið. Ég vann úr mínu málum en kvíði er því miður ennþá til staðar. Ekki í eins alvarlegu og miklu magni og áður en hann er samt til staðar. Ég bara ræð mikið betur við hann. Sálfræðiaðstoð til þriggja ára kom mér á betri stað í lífinu. Við eigum ekki senda börn og foreldra þeirra úr landi sem eru leita að öryggi og þannig stefna líf þeirra í hættu,“ segir Jasmina sem bætir við að flótti frá heimalandi með börn sé ekki gert til skemmtunar. Flótti með börn er alltaf neyðarúrræði „Þegar foreldrar ákveða það þá er það gert sem neyðarúrræði því það er ekkert annað í stöðunni nema að reyna lifa af. Fyrir utan það erum við einfaldlega að brjóta gegn Barnasáttmálanum ef við stefnum heilsu og líðan barna í hættu og er önnur ástæða af hverju við eigum ekki senda börn á flótta í óöruggt umhverfi. Okkur ber skylda að skipta okkur af og hjálpa. Punktur. Við búum í landi sem getur gert svo margt gott og miklu meira en við gerum. Við þurfum stjórn sem þorir að láta sér mannauð annara varða,“ segir Jasmina. Bosnía og Hersegóvína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
„Það er ekkert betra en að vera öruggur.“ Þetta segir Jasmina Crnac, stjórnmálafræðingur sem lifði af hörmungar Bosníustríðsins og fékk loks atvinnuleyfi á Íslandi eftir að hafa í fjölda ára komið að lokuðum dyrum. Jasmina veitti vinum sínum á Facebook dýrmæta innsýn inn í reynsluheim barna á flótta. Hún skrifaði grein undir yfirskriftinni „Má ég segja ykkur hvernig einu barni líður á flótta?“ „Þeir sem hafa ekki upplifað slíkt [öryggisleysi í barnæsku] geta átt erfitt með að skilja hversu mikilvægt [öryggið] það er. Ef þú ert ekki öruggur þá býrð þú við mikið skert lífsgæði. Flótti úr heimalandi er ekki gert sér til skemmtunar og hvað þá með börn.“ „Hörmungar í þessu stríði eru þær mestu í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld þar sem fjöldamorð voru framin og allt saman. Það hefur ekki gerst í neinu stríði í Evrópu eftir það. Þetta er mjög mikil saga og mikilvægt að muna hvað veldur stríði og hversu miklar afleiðingar verða eftir slíkt ástand. Næstum því þrjátíu árum síðar er landið ekki búið að ná sér alveg og það sést vel í ritgerðinni minni,“ segir Jasmina í samtali við fréttastofu.„Við þurftum að snúa aftur til helvítis á jörðu“ Jasmína er nýútskrifuð út stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í lokaritgerðinni skrifaði hún um stöðu kvenna í Bosníu-Hersegóvínu undir handleiðslu Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors í stjórnmálafræði. Jasmína er fædd og uppalinn í Bosníu-Hersegóvínu en þegar stríðið hófst árið 1992 reyndi Rauði krossinn að koma fjölskyldu hennar, Bosníumúslimum sem flúðu ofsóknir Serba, í öruggt skjól í Ungverjalandi. Þeim var snúið við á landamærunum. „Við þurftum að snúa við. Ungverjaland vildi okkur ekki. Þannig við þurftum að snúa við aftur til helvítis á jörðu. Þá hugsaði ég nú verður okkur endalega kálað. Við eigum ekki neitt. Búið að taka af okkur allt og við eigum þessar 4 töskur. Höfum engan til snúa okkur til. Í annarri tilraun til að komast af enduðum við í flóttamannabúðum með fleiri hundruð manns sem gistu í íþróttasal án vatns og rafmagns,“ rifjar Jasmina upp. „Svona gekk þetta í 4 ár; að færa sig á milli staða og húsa og upplifa að maður er hvergi velkominn. Ekki heima þar sem við vorum hvorki af réttu þjóðerni né aðhylltumst rétt trúarbrögð.“Talið er að Bosníustríðið hafi formlega hafist í byrjun árs 1992 og lokið í lok ársins 1995. Þrátt fyrir þetta glímir Bosnía-Herzegóvína, heimaland Jasminu, enn við meiriháttar vandamál. Þar er enn mikið atvinnuleysi og fjöldi manns hefur yfirgefið landið til að vinna erlendis.Vísir/GettyVissi ekki hvort hún myndi lifa af næsta dag Jasmina segist á hverju kvöldi hafa hugsað með sjálfri sér hvort hún og fjölskyldan myndi lifa næsta dag af. „Hvað þarf ég þola mikið ofbeldi daginn eftir? Koma sprengjur á morgun á leiðinni í skólann?, kemur herinn í borgina, verður ráðist á mig, verður pabbi tekinn, verða vinir mínir á lífi en fjölskylda sem ég vissi ekki hvar hún var stödd á flóttanum, verða nágranni drepin, fáum við borða og og og...svona gekk þetta dögum og mánuðum saman. Það er svo margt sem ég hugsaði innra með sjálfri mér og kveið fyrir....“ Þorði ekki að segja foreldrum sínum frá einelti í skólanum Jasmina segist hafa veigrað sér við að segja foreldrum sínum frá einelti sem hún varð fyrir í skólanum. Hún var sannfærð um að foreldrar sínir hefðu nóg á sinni könnu við að afla matar sem var ekki auðvelt í stríði. „Ég sagði aldrei frá því að strákarnir væru farnir að áreita mig því ég var „öðruvísi“ bæði fyrir að vera annarrar trúar og af öðru þjóðerni og síðan sem flóttamaður. Ég sagði aldrei frá því að mig langaði í skó sem væru ekki með götum á eða kvartaði yfir því að ég labbaði heim úr skólanum (30 mín ganga) með blóðuga fætur því skórnir sem ég fékk frá Rauða krossinum pössuðu ekki. Ég þurfti kannski ekki segja neitt því ég er viss um að foreldrar mínir vissu þetta allt saman en gátu svo sem lítið gert í því. Enginn vinna var í boði í slíku ástandi og þá voru heldur engir peningar til staðar.“ Sama um snjóinn því þau voru örugg Jasminu dreymdi um að komast frá hinu stríðshrjáða landi og fá að búa á stað þar sem hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Hún hafi ekki skilið hvers vegna engin þjóð hafi viljað taka á móti þeim og á enn erfiðara með að skilja það í dag. Fjölskyldan fluttist loks búferlum til Ólafsfjarðar þar sem hún vann við fiskvinnslu. Þau bjó fjölskyldan í fjögur ár. „Síðan fáum við gullna tækifæri að komast til Ísland (ekki sem flóttamenn og ætla leyfa mér að segja sem betur fer). Við vorum þau heppnu! Við vorum að springa úr gleði. Okkur var alveg sama að þurfa vinna í fiski og fá lágmarkslaun, oft á tíðum ekki einni sinni það, búa út á landi og eiga ekki bil og að það snjóaði marga metra snjór liggur við allan ársins hring. Okkur var alveg sama því við vorum örugg og gátum keypt í matinn og áttum húsnæði sem við gátum borgað sjálf af því við vorum í vinnu. Heitt vatn og rennandi vatn almennt, rafmagn og sjónvarp voru plús lúxus sem við tókum fagnandi.“ „Áhyggjurnar voru lengi að hverfa og það tók mig nú örugglega 4 ár að átta mig að ég bjó ekki í stríðsástandi lengur og að ég er frjáls. Ég mátti ferðast út um allt og ég hafði minn rétt. Kvíðinn hvarf ekki, hann hefur háð mér alla ævi, síðan ég var krakki þróaði ég þennan kvíða í því ástandi sem ég bjó við og enn þann dag í dag sem fullorðin manneskja þarf ég díla við hann.“Bosníumúslimar syrgja.Vísir/epaGreind með áfallastreitu og alvarlegan kvíða á fullorðinsárum Jasmina leitaði sér fyrst faghjálpar við kvíðanum þegar hún var orðin 29 ára. Þá var kvíðaröskunin orðin verulega hamlandi. Í ljós kom að Jasmina var með áfallastreituröskun og alvarlegan kvíða. „Ég ýtti honum alltaf í burtu og hélt öll þessi ár að maður yrði bara að vera sterkur og harka þetta að sér. Þetta var normið í stríðinu og ég náði ekki breyta því án sérfræðihjálpar þó ég væri komin til Íslands í öruggt umhverfi. Á þeim tíma sem ég var barn var bara ekkert tími til að vera með aumingjaskap og valda foreldrum áhyggjum. Við þurftum komast af lifandi. Þetta var eina markmið okkar. Eðlilegast fannst mér að þurfa vera kvíðin fyrir öllu. Óvissa var verst (enn daginn í dag þoli ég ekki óvissu og get brugðist mjög illa og harkalega við því).“ Jasmina segir að það jákvæða í hennar sögu sé tækifærið sem fjölskyldan fékk á Íslandi. „Ég er á mjög góðum stað í lífinu í dag þökk sé þessu tækifæri sem mér var gefið. Ég vann úr mínu málum en kvíði er því miður ennþá til staðar. Ekki í eins alvarlegu og miklu magni og áður en hann er samt til staðar. Ég bara ræð mikið betur við hann. Sálfræðiaðstoð til þriggja ára kom mér á betri stað í lífinu. Við eigum ekki senda börn og foreldra þeirra úr landi sem eru leita að öryggi og þannig stefna líf þeirra í hættu,“ segir Jasmina sem bætir við að flótti frá heimalandi með börn sé ekki gert til skemmtunar. Flótti með börn er alltaf neyðarúrræði „Þegar foreldrar ákveða það þá er það gert sem neyðarúrræði því það er ekkert annað í stöðunni nema að reyna lifa af. Fyrir utan það erum við einfaldlega að brjóta gegn Barnasáttmálanum ef við stefnum heilsu og líðan barna í hættu og er önnur ástæða af hverju við eigum ekki senda börn á flótta í óöruggt umhverfi. Okkur ber skylda að skipta okkur af og hjálpa. Punktur. Við búum í landi sem getur gert svo margt gott og miklu meira en við gerum. Við þurfum stjórn sem þorir að láta sér mannauð annara varða,“ segir Jasmina.
Bosnía og Hersegóvína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33
Áhyggjuefni að börn séu send til landa þar sem þau eru ekki örugg Hjálparsamtökin UNICEF á Íslandi skora á stjórnvöld að endurskoða móttöku barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Áskorunin er birt eftir að brottvísun afgansks drengs til Grikklands var frestað að beiðni geðlæknis vegna mikils kvíða drengsins. 2. júlí 2019 12:30
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00