Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2019 11:14 Veiðin fór vel af stað í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Mynd: Veida.is Veiði hófst í gær í Afflinu og Þverá í Fljótshlíð og þrátt fyrir að þær séu ekki sérstaklega þekktar fyrir að fara snemma í gang er annað á teningnum þetta sumarið. Veiðin fór mjög vel af stað í báðum ánum og samkvæmt okkar heimildum var töluvert af laxi mættur í báðar árnar. Bæði Affallið og Þverá er haldið uppi af sleppingum á gönguseiðum en það hefur verið verulega bætt í magnið af seiðum sem er sleppt á hverju ári og það er greinilega að skila sér vel. Fyrsta vaktin í Þverá skilaði átta löxum á land og mest af því var vænn tveggja ára lax en þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki farinn að mæta að neinu ráði í flestar ár landsins mátti vel merkja að hann er kominn í báðar árnar. Fysta vakt í Affallinu skilaði fjórum löxum á land og ljóst að þeir sem eru þar við bakkann núna hljóta að vera kampakátir með þetta. Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Veiði hófst í gær í Afflinu og Þverá í Fljótshlíð og þrátt fyrir að þær séu ekki sérstaklega þekktar fyrir að fara snemma í gang er annað á teningnum þetta sumarið. Veiðin fór mjög vel af stað í báðum ánum og samkvæmt okkar heimildum var töluvert af laxi mættur í báðar árnar. Bæði Affallið og Þverá er haldið uppi af sleppingum á gönguseiðum en það hefur verið verulega bætt í magnið af seiðum sem er sleppt á hverju ári og það er greinilega að skila sér vel. Fyrsta vaktin í Þverá skilaði átta löxum á land og mest af því var vænn tveggja ára lax en þrátt fyrir að smálaxinn sé ekki farinn að mæta að neinu ráði í flestar ár landsins mátti vel merkja að hann er kominn í báðar árnar. Fysta vakt í Affallinu skilaði fjórum löxum á land og ljóst að þeir sem eru þar við bakkann núna hljóta að vera kampakátir með þetta.
Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði