Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 20:36 Hræin eru mörg illa útleikin, sem þykir benda til þess að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. Vísir/Elín margrét Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986. Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986.
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08