Öll sveitarfélög á Vesturlandi kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 18:26 Frá Kjalarnesi. Vísir/egill Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Öll sveitarfélög á Vesturlandi hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Fylgja sveitarfélögin þar með í fótspor Akraneskaupstaðar, sem kærði ákvörðunina fyrr í þessum mánuði. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna sem birt var í gær segir að sveitarfélögin standi með Akraneskaupstað og kæri ákvörðunina á sömu forsendum. Um er að ræða Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ. Vegagerðin, sem einnig hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar, áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Yfirlýst markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum. Skipulagsstofnun komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Bera sveitarfélögin því fyrir sig í kærunni að ákvörðun Skipulagsstofnunar byggi á röngum forsendum, sé í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og beri að ógilda. Þá er bent á að ekki sé um nýjan veg að ræða og land sem raskist við framkvæmdina hafi þegar orðið fyrir röskun vegna þess vegar sem nú liggur um svæðið. Einnig var vísað til þess í tilkynningu frá Akraneskaupstað sem send var út fyrr í þessum mánuði að framkvæmdin hefði afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis. Henni væri jafnframt ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“.
Akranes Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59 Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Vegagerðin kærir einnig ákvörðun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 12. júlí 2019 11:59
Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. 11. júlí 2019 17:17