Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Þrátt fyrir að ferðamaðurinn hafi smitast af bakteríunni eftir að gripið var til aðgerða telur Þórólfur að aðgerðirnar hafi verið innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Það hafi vissulega komið til tals að loka Efstadal II en það sé mjög harkaleg aðgerð. Gripið var til róttækari og víðtækari aðgerða á Efstadal II til þess að hefta smit og smitleiðir E. coli-bakteríunnar á bænum. Var það gert í gær í kjölfar þess að bandaríski ferðamaðurinn greindist. „Og ég bind nú miklar vonir við að með þeim takist að stoppa þetta. Við verðum bara að bíða og sjá, það er ekki mikið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Hann segir að það geti verið erfitt að segja til um það hvaðan bakterían kemur nákvæmlega. Hún hefur greinst í saursýnum frá kálfum á bænum en bakterían er ekki eingöngu bundin við kálfana.Reynt að ná árangri með mildari aðgerðum „Það er einhver mengun einhvers staðar. Þetta er saurbaktería og kemur frá dýrum og það er einhver mengun einhvers staðar sem berst einhvern veginn ofan í fólk, upp í munn og ofan í maga sem veldur þessari sýkingu. Hvernig það gerist það nákvæmlega er erfitt að segja til um, hvaða matvæli eru það, hvers konar mengun, hvaða snerting hefur orðið. Eru það hendurnar á fólki, eru það hlutir eða er þetta eitthvað í matvælaframreiðslunni eða eitthvað slíkt? Það eru fjölmargir hlutir sem koma til greina og það getur verið ómögulegt að negla niður hvað er og svo geta fleiri hlutir en einn spilað þarna rullu,“ segir Þórólfur og bætir við að það þurfi svo lítið magn af bakteríunni til að valda veikindum.En telur Þórólfur að það hefði átt að grípa til róttækari aðgerða á staðnum strax? „Það er alltaf hægt að segja eitthvað svoleiðis eftir á. Menn töldu á þeim tíma að þetta væru viðeigandi ráðstafanir sem myndu skila árangri. Ef svo hefði verið þá hefðu allir sagt „Þetta var bara flott, það þurfti ekki að grípa til harðari aðgerða.“ En svo þegar það gerist ekki þá segja menn „Þetta var ekki nógu gott.“ Ég held að þetta hafi verið alveg innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Svo þegar það kemur eitt nýtt tilfelli að þá eru menn snöggir að grípa til róttækari aðgerða til þess að stoppa þetta. Ég vona svo sannarlega að það skili árangri.“ Aðspurður hvort það hafi einhvern tímann komið til tals að loka Efstadal II segir Þórólfur svo vera. „Já, já, það er eitt af því sem menn hafa rætt en það er mjög harkaleg aðgerð gagnvart fólki sem er búið að eyða áratugum í að byggja þetta upp. Það eru mjög harðar aðgerðir þannig að menn reyna að ná árangri með mildari aðgerðum og ég held að það sé áfram haft að leiðarljósi að gera það,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja að menn hafi ekki gripið til réttra aðgerða. Síðan hefur bara verið fylgst mjög náið vel með hverju þessar aðgerðir hafa skilað og það þarf að gera það áfram.“ Þrátt fyrir nýleg smit telur Þórólfur E. coli-faraldurinn í rénun. „Ég hef fulla trú á því þótt það hafi komið svona eitt tilfelli, þetta geta verið svona eftirhreytur. En ég hef fulla trú á því að þetta sé í rénun og við séum að sjá virkilegan árangur af því sem gert hefur verið.“ E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. Þrátt fyrir að ferðamaðurinn hafi smitast af bakteríunni eftir að gripið var til aðgerða telur Þórólfur að aðgerðirnar hafi verið innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Það hafi vissulega komið til tals að loka Efstadal II en það sé mjög harkaleg aðgerð. Gripið var til róttækari og víðtækari aðgerða á Efstadal II til þess að hefta smit og smitleiðir E. coli-bakteríunnar á bænum. Var það gert í gær í kjölfar þess að bandaríski ferðamaðurinn greindist. „Og ég bind nú miklar vonir við að með þeim takist að stoppa þetta. Við verðum bara að bíða og sjá, það er ekki mikið annað sem við getum gert,“ segir Þórólfur. Hann segir að það geti verið erfitt að segja til um það hvaðan bakterían kemur nákvæmlega. Hún hefur greinst í saursýnum frá kálfum á bænum en bakterían er ekki eingöngu bundin við kálfana.Reynt að ná árangri með mildari aðgerðum „Það er einhver mengun einhvers staðar. Þetta er saurbaktería og kemur frá dýrum og það er einhver mengun einhvers staðar sem berst einhvern veginn ofan í fólk, upp í munn og ofan í maga sem veldur þessari sýkingu. Hvernig það gerist það nákvæmlega er erfitt að segja til um, hvaða matvæli eru það, hvers konar mengun, hvaða snerting hefur orðið. Eru það hendurnar á fólki, eru það hlutir eða er þetta eitthvað í matvælaframreiðslunni eða eitthvað slíkt? Það eru fjölmargir hlutir sem koma til greina og það getur verið ómögulegt að negla niður hvað er og svo geta fleiri hlutir en einn spilað þarna rullu,“ segir Þórólfur og bætir við að það þurfi svo lítið magn af bakteríunni til að valda veikindum.En telur Þórólfur að það hefði átt að grípa til róttækari aðgerða á staðnum strax? „Það er alltaf hægt að segja eitthvað svoleiðis eftir á. Menn töldu á þeim tíma að þetta væru viðeigandi ráðstafanir sem myndu skila árangri. Ef svo hefði verið þá hefðu allir sagt „Þetta var bara flott, það þurfti ekki að grípa til harðari aðgerða.“ En svo þegar það gerist ekki þá segja menn „Þetta var ekki nógu gott.“ Ég held að þetta hafi verið alveg innan marka og viðeigandi á þeim tíma. Svo þegar það kemur eitt nýtt tilfelli að þá eru menn snöggir að grípa til róttækari aðgerða til þess að stoppa þetta. Ég vona svo sannarlega að það skili árangri.“ Aðspurður hvort það hafi einhvern tímann komið til tals að loka Efstadal II segir Þórólfur svo vera. „Já, já, það er eitt af því sem menn hafa rætt en það er mjög harkaleg aðgerð gagnvart fólki sem er búið að eyða áratugum í að byggja þetta upp. Það eru mjög harðar aðgerðir þannig að menn reyna að ná árangri með mildari aðgerðum og ég held að það sé áfram haft að leiðarljósi að gera það,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja að menn hafi ekki gripið til réttra aðgerða. Síðan hefur bara verið fylgst mjög náið vel með hverju þessar aðgerðir hafa skilað og það þarf að gera það áfram.“ Þrátt fyrir nýleg smit telur Þórólfur E. coli-faraldurinn í rénun. „Ég hef fulla trú á því þótt það hafi komið svona eitt tilfelli, þetta geta verið svona eftirhreytur. En ég hef fulla trú á því að þetta sé í rénun og við séum að sjá virkilegan árangur af því sem gert hefur verið.“
E.coli á Efstadal II Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Talið að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli Beðið er eftir niðurstöðum úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum. 17. júlí 2019 15:35