Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 12:37 Nýr Herjólfur kom til Eyja fyrir um mánuði og átti að hefja siglingar um tveimur vikum síðar. Það frestaðist svo og átti að hefja siglingar í dag en enn verða tafir á að nýja ferjan fari að sigla samkvæmt áætlun. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“ Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21
Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45