Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2019 12:37 Nýr Herjólfur kom til Eyja fyrir um mánuði og átti að hefja siglingar um tveimur vikum síðar. Það frestaðist svo og átti að hefja siglingar í dag en enn verða tafir á að nýja ferjan fari að sigla samkvæmt áætlun. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“ Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. Það þurfi hins vegar að gefa Vegagerðinni þann tíma sem þarf til þess að koma hafnarmannvirkjum í lag svo þau passi fyrir bæði nýja og gamla Herjólf. „Stutta útgáfan af þessu er að rekstrarfélagið er klárt til að sigla ferjunni, það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, en hafnarmannvirkin bæði í Landeyjahöfn og í Vestmannaeyjum er það sem hefur verið til skoðunar og er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Guðbjartur. Líkt og fréttastofa fjallaði um í gær eru svokallaðar ekjubrýr í Eyjum og Landeyjum mislangar og ferjurnar ekki jafnbreiðar. Þá þarf líka að tryggja að legukantar passi fyrir báðar ferjur sem og landgöngubrýr en samkvæmt vefnum Eyjar.net snýr vandamálið að fenderum á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Prufusiglingar á nýjum Herjólfi fóru fram á þriðjudag og miðvikdag. Siglt var við misjafna aðstöðu og sjávarföll og segir Guðbjartur að eftir prófanirnar hafi það verið niðurstaða Vegagerðarinnar að rýna málin betur. Það ætti svo að liggja fyrir í síðasta lagi eftir helgi hver næstu skref verða. Spurður hvort það komi á óvart að það taki svona langan tíma að koma hafnarmannvirkjum í rétt horf fyrir ferjuna segir Guðbjartur: „Bæði já og nei. Málið er það að til að vera alveg viss á öllum hlutum þá var í sjálfu sér ekkert hægt að endanlega fínisera þetta fyrr en ferjan var komin. En í megindráttum það sem menn þurftu að gera, þótt allar mælingar hafi legið fyrir, þá þurftu menn að stilla sig af miðað við þetta.“ Guðbjartur segir að það skipti máli að þetta sé allt í lagi þar til áætlunarsiglingar hefjist á nýjum Herjólfi og í það minnsta þannig að ekki þurfi að fara í stórtækar breytingar á hafnarmannvirkjum ef þarf að fara eina og eina ferð á gömlu ferjunni. „Niðurstaðan varð sú eftir að þessa tvo daga gefa sér andrými til að skoða þetta og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara ekki af stað enda þarf búnaðurinn að ganga saman við ferjuna.“
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21 Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar. 17. júlí 2019 20:21
Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. 17. júlí 2019 11:45
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“