Seðlabanki unir ekki úrskurði um upplýsingarétt fjölmiðils Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júlí 2019 06:00 Seðlabankinn telur birtingu samningsins án forsögu hans geta skert orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Seðlabanki Íslands vill ekki una niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um skyldu bankans til að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Hefur bankinn óskað eftir frestun réttaráhrifa úrskurðarins sem kveðinn var upp 3. júlí en í þeirri ósk felst í raun yfirlýsing um að bankinn vilji fara með málið fyrir dómstóla. Heimild í upplýsingalögum til frestunar réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar er bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga. Liðnir eru átta mánuðir frá því blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins og fyrirséð að málaferli um rétt hans til aðgangs að gögnunum muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Blaðamaðurinn, þá fréttastjóri DV, sendi bankanum upplýsingabeiðni 19. nóvember síðastliðinn sem laut að tilvist og efni samnings bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þá framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins, vegna námsleyfis frá bankanum á árunum 2016-2017 og kostnað MPA-náms hennar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Beiðninni var synjað tíu dögum síðar og kærði blaðamaðurinn synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í umsögn til nefndarinnar um kæruna vísaði bankinn meðal annars til sérstaks bankaleyndarákvæðis í lögum um Seðlabankann auk undanþágureglna upplýsingalaga um starfsmannamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á málflutning bankans og taldi SÍ ekki hafa slíka hagsmuni af leynd samningsins að sanngjarnt væri að hann félli undir umrætt þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabankann enda um starfsmannamál að ræða en ekki lögbundin verkefni bankans sem réttlætanlegt kunni að vera að sérstök þagnarskylda ríki um. Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún hafi fengið hinn umdeilda samning afhentan frá bankanum og eftir að hafa kynnt sér efni hans sé það mat hennar að hann hafi ekki að geyma upplýsingar sem talist geti til viðkvæmra persónuupplýsinga starfsmannsins. Það er einnig mat nefndarinnar að almenningur hafi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað en í úrskurðinum segir um samninginn: „Um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd.“ Með úrskurðarorðum nefndarinnar er Seðlabankanum gert skylt að veita blaðamanninum aðgang að umbeðnu skjali. Þegar blaðamanninum barst úrskurðurinn sendi hann erindi til Seðlabankans og krafðist tafarlausrar afhendingar skjalsins. Fjórum dögum síðar barst honum erindi frá nefndinni þess efnis að lögmaður bankans óskaði eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Í rökstuðningi bankans fyrir þeirri ósk segir meðal annars að birting samningsins án forsögu hans, kunni að skerða orðspor bankans og starfsmannsins með óbætanlegum hætti. Fréttablaðið bíður nú afstöðu úrskurðarnefndarinnar til beiðni bankans.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira