Óþarfi að óttast eldingar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:02 Elding lýsir hér upp vesturbæ Reykjavíkur. Birna Ósk Kristinsdóttir Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið. Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Sjá meira
Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofunni þurfa þó ansi margar breytur að vera réttar til þess að kjöraðstæður skapist fyrir þrumuveður. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að það muni víða létta til í dag. Sólin muni hita upp loftið og leysa upp þokuna sem heilsaði landsmönnum í morgunsárið - „en þar sem loftið er óstöðugt tekst henni einnig að stuðla að skúrum, jafnvel nokkrum kröftugum skúradembum inn til landsins síðdegis,“ segir veðurfræðingur. Við þessar aðstæður gætu þrumur og eldingar hrellt landsmenn á suður- og vesturhorninu, eins og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands vöruðu við á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Veðurfræðingur sem Vísir ræddi við í morgun er þó ekki tilbúinn að taka undir það að „töluverður líkur“ séu á þrumuveðri. Það sé ekki fullkomlega úr myndinni að réttar aðstæður geti skapast í dag, það sé þó alls ekki hægt að slá því föstu. „Ég er ekkert ofurbjartsýnn á þrumuveður þrátt fyrir að það sé ekki algjörlega hægt að útiloka það,“ segir veðurfræðingurinn léttur í bragði eftir að hafa útlistað fyrir blaðamanni þær fjölmörgu breytur sem þurfa að vera til staðar til að framkalla þrumur og eldingar.Til að mynda sé ólíklegt að nógu kalt verði í háloftunum í dag og að sólin muni hita landið nægilega upp. Þannig séu aðeins um 5 til 10 prósent líkur á hagléli inn til landsins, sem oft er boðberi þrumuveðurs. Hann segir þó að landsmenn geti stólað á nokkuð myndarlega rigningu síðdegis, jafnvel í líkingu við þá sem höfuðborgarbúar fengu í gærkvöldi. Hiti verði víða 12 til 18 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina þar sem búast má við þungbúnu veðri með dálítilli rigningu eða súld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 5-13 m/s og súld eða rigning, en bjart með köflum vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.Á föstudag:Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en úrkomulítið suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Austan 5-10. Víða skúrir síðdegis, en lengst af súld suðaustantil og þurrt á Vestfjörðum. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast vestanlands.Á sunnudag:Austanátt og rigning með köflum, en þurrt um landið norðvestanvert. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Austlæg átt, dálítil væta en þurrt vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna austan og norðaustan átt með rigingu, en úrkomulítið suðvesantil á landinu. Hiti breystist lítið.
Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Sjá meira