Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 11. júlí 2019 02:08 Hildur Sif fann gulu peysuna úti í Þýskalandi. Hún tók eftir henni úr fjarska og það var ást við fyrstu sýn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli. Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Hildur Sif Guðmundsdóttir er mörgum kunn sem meðlimur Áttunnar. Hún var valin inn úr hópi umsækjanda fyrir rúmu ári. Fyrir þann tíma var Hildur algerlega óþekkt en hún segir undanfarið ár hafa haft mikil áhrif á líf sitt. „Það var auglýst eftir fólki í Áttuna í fyrra og ég ákvað bara að prófa að sækja um. Ég fór í áheyrnarprufur fyrir framan dómara og þurfti að sanna mig og af hverju ég ætti að komast inn. Svo ég bara sannaði mig, svona í stuttu máli,“ segir Hildur um aðdraganda þess að hún hefur undanfarið ár glatt fólk á samfélagsmiðlum með skemmtilegum sketsum og ýmsu gríni. „Ég gerði svona gríngaldrabragð sem ég sá í Family Guy. Þeim fannst það bara sjúklega skemmtilegt svo ég komst áfram í viðtal og fékk svo vinnuna,“ segir Hildur. Hópurinn fór beint í að gera stuttmynd sem heitir Einn séns og lag með sama nafni. Eftir það fylgdu reglulegir sketsar sem hópurinn birti á samfélagsmiðlum, fleiri lög og ýmiss konar uppákomur. „Ég hef kynnst frábæru fólki í gegnum þetta og finn að ég hef mikinn áhuga á samfélagsmiðlafjölmiðlun, sem er ný tegund af fjölmiðlun. Ég ætla klárlega að halda áfram í fjölmiðlageiranum í framtíðinni,“ segir Hildur.Það heitasta síðan ristað brauð Hildur hefur vakið athygli fyrir flottan fatastíl en í Áttunni hefur hún frjálst val um hverju hún klæðist. „Svo framarlega sem ég er ekki að auglýsa nein merki,“ útskýrir hún. „Tíska hefur alltaf verið skrýtið fyrirbæri fyrir mér. Þegar ég var yngri þá vildi ég aldrei klæðast eins og aðrir, ég vildi aldrei fylgja straumnum. Þegar ég var svona 13 ára þá mætti ég í skólann í bleikri peysu og bleikum buxum og fannst ég það heitasta síðan ristað brauð,“ segir Hildur hlæjandi.Hildur Sif segir þennan jakka vera í miklu uppáhaldi.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNHún segir að hún eigi eina uppáhaldsflík sem eru smekkbuxur. „Mér finnst alltaf svo gaman að klæðast þeim því ég fæ svo misjöfn viðbrögð þegar ég er í þeim. Fólk einhvern veginn býst ekki við því að ég klæðist þannig buxum.“Stefnir á nám í fjölmiðlun Í mars breyttist Áttan og hætti að vera fjöllistahópur og varð Áttan miðlar. „Við fórum að búa til þætti á Instagram. Við erum núna að vinna í sumardagskránni okkar. Sonja Valdin er með þátt þar sem hún fer á allar útihátíðir og Gunnar er með falda myndavél. Ég var með þátt í vor þar sem ég leitaði að Instagram-stjörnu Íslands en er ekki með þátt eins og er,“ útskýrir Hildur. „Mig langar að prófa að víkka hringinn minn aðeins svo í staðinn fyrir að vera bara á Instagram ætla ég að byrja með mína eigin þætti á YouTube. Áttan hefur opnað fyrir mér alls konar tækifæri. Tengslanetið mitt hefur líka stækkað og ég er óhræddari að grípa tækifærin þegar ég sé þau,“ bætir hún við. Hildur stefnir á nám í fjölmiðlun í Háskólanum á Akureyri í framtíðinni en þarf fyrst að ljúka stúdentsprófi svo í haust sest hún á skólabekk til að klára það. Það verður spennandi að fylgjast með Hildi í framtíðinni en hún á eflaust eftir að láta að sér kveða á einhverjum miðli.
Áttan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira