Þrjátíu íslenskir barna- og ungmennabókahöfundar fordæma brottvísanir íslenskra stjórnvalda á börnum á flótta og fjölskyldum þeirra. Þetta kemur í fram í tilkynningu frá SÍUNG - samtökum barna- og unglingabókahöfunda. Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Gunnar Helgason, Birgitta Haukdal, Sigrún Eldjárn og Þorgrímur Þráinsson.
Höfundarnir segja það ekki forsvaranlegt að senda börn á flótta til Grikklands, þar sem aðstæður í hæliskerfinu hafa verið metnar ófullnægjandi. Vísa þeir einnig í skyldur íslenskra stjórnvalda gagnvart Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur hér á landi. Felur hann meðal annars í sér að stjórnvöldum beri ávallt að hafa hagsmuni barna í forgangi.
„Við teljum það algjörlega óviðunandi að 75 börnum hafi verið synjað um vernd á Íslandi það sem af er árinu og hvetjum stjórnvöld til að virða Barnasáttmálann og hafa hagsmuni barna ávallt að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku,“ segir í tilkynningunni.
Eftirfarandi höfundar skrifa undir yfirlýsinguna:
Arndís Þórarinsdóttir
Benný Sif Ísleifsdóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Birgitta Elín Hassel
Birgitta Haukdal
Bryndís Björgvinsdóttir
Brynhildur Þórarinsdóttir
Davíð Hörgdal Stefánsson
Elísa Jóhannsdóttir
Gunnar Helgason
Hildur Knútsdóttir
Hilmar Örn Óskarsson
Hjalti Halldórsson
Ingibjörg Valsdóttir
Jenný Kolsöe
Jóna Valborg Árnadóttir
Kattrín Ósk Jóhannsdóttir
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Linda Ólafsdóttir
Margrét Tryggvadóttir
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
Ragnheiður Gestsdóttir
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
Sif Sigmarsdóttir
Sigrún Eldjárn
Vala Þórsdóttir
Þórdís Gísladóttir
Þorgrímur Þráinsson
Ævar Þór Benediktsson
Íslenskir barnabókahöfundar fordæma brottvísanir á flóttabörnum
Eiður Þór Árnason skrifar
