Nýi Herjólfur: Vonandi eru vandamálin frá Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. júlí 2019 11:05 Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs í gær. Vísir/Magnús Hlynur Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37