Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Sighvatur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 12:15 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. Þær muni meðal annars nýtast til að koma til móts við fjölda umsókna eftir stofnframlögum vegna byggingu leiguíbúða. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að markaðsbrestur væri á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Hann vísaði til tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi en á suðvesturhorninu. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fagnar tillögunum. „Við höfum komið að þessu borði þannig að ég vona að þessar tillögur séu til mikilla bóta. Í fljótu bragði sé ég að þarna er margt gott.“ Aldís segir að í kjölfar vinnu við húsnæðismál við gerð hinna svokölluðu lífskjarasamninga fyrr á árinu hafi verið unnið áfram með sjö sveitarfélögum til að bæta úr stöðunni á landsbyggðinni varðandi nýbyggingar og leiguhúsnæði. Hún tekur undir orð ráðherra um markaðsbrest, munur sé á byggingarkostnaði og markaðsverði á stórum hluta landsins. „Svo er nú ekki síður dapurlegt að lánastofnanir virðast ekki leyfa landsmönnum að sitja við sama borð. Það virðist vera mismunandi aðgengi að fjármagni og kjörum eftir svæðum.“ Meðal annars á að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi frá ríkinu. „Við höfum rætt það í allt vor að það vantaði meiri fjármuni inn í stofnframlögin frá hendi ríkissjóðs þar sem að ásókn, bæði sveitarfélaga og þeirra aðila sem vilja og geta rekið óhagnaðardrifin leigufélög, er mjög mikil. Þannig að umsóknir um leiguhúsnæði sem byggt yrði með stofnframlögum eru miklu, miklu fleiri en hægt hefur verið að koma til móts við. Allt sem bætir þá stöðu er til bóta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ráðherra segir að breytingar verði gerðar á lögum og reglugerðum með haustinu.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira