Umferð um Múlagöng að róast Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 16:29 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá að umferð í gegnum Múlagöng er farin að róast. Skjáskot Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld. Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu. Lögreglan hefur stýrt bílaumferð í gegnum göngin og hleypt bílum inn í hollum. Fyrir vikið hafa myndast langar bílaraðir við báða munna gangnanna, sem þó eru farnar að styttast að mati lögreglunnar á Dalvík. Tvö slys hafa varpað skugga á umferðina á Norðurlandi í dag. Fólksbíll valt á Ólafsfjarðarvegi í hádeginu og slasaðist ökumaður bílsins, sem fluttur hefur verið á sjúkrahús á Akureyri til aðhlynningar. Í fyrrnefndu slysi á Öxnadalsheiði valt olíuflutningabíll með þeim afleiðingum að um 17 þúsund lítrar af olíu láku úr tanki hans. Viðbragðsaðilar lokuðu veginum yfir heiðina meðan á aðgerðum þeirra stóð og áætlar Vegagerðin að vegurinn opni aftur um „kvöldmatarleytið,“ eins og það er orðað.Öxnadalsheiði er lokuð vegna umferðarslyss. Vonast er til að vegurinn opni um kvöldmatarleitið. Bent er á hjáleið fyrir Tröllaskaga, gegnum Ólafsfjörð. #lokað— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 24, 2019 Á meðan var umferðinni beint um Ólafsfjarðargöng og féll það fyrst um sinn í skaut lögreglunnar að stýra umferð um göngin. Í samtali við Vísi segir lögreglumaður á Dalvík að umferðin sé farin að róast, eftir töluvert álag í dag. Komið var upp sjálfstýrðri umferðarslá við munna gangnanna og útskýrir lögreglumaðurinn að ökumaður sem kemur að slánni, í þann mund sem hún er að síga niður, þurfi að bíða í um 15 mínútur eftir að hún lyftist aftur. Það gefi ökumönnum við hinn munna gangnanna nægan tíma til að aka í gegnum göngin og komi í veg fyrir að bílar festist í göngunum- „en það þýðir auðvitað líka að aðrir þurfa að bíða svolítið,“ segir lögreglumaðurinn. Hann segist þó ekki geta áætlað hversu margir bílar hafi komist í gegnum göngin í hverju holli, það fari allt eftir því hversu vakandi ökumenn eru þegar sláin fer upp aftur. Helsti flöskuhálsinn virðist vera þegar ökumenn ná ekki að halda jöfnum hraða í gegnum göngin, þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sem fyrr segir er farið að draga úr umferð í gegnum göngin og gert ráð fyrir að vegurinn um Öxnadalsheiði verði aftur opnaður í kvöld.
Dalvíkurbyggð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. 24. júlí 2019 11:50