Eiríkur hæfastur í Landsrétt Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:55 Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, var einn fjögurra sem Sigríður Á. Andersen tók af lista dómnefndar. VÍSIR/EYÞÓR Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. Þetta herma heimildir Kjarnans. Eiríkur var jafnframt á meðal 15 hæfustu umsækjendanna sem sóttu um dómarastöðu áður en Landsréttur tók til starfa. Hann var hins vegar í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem þáverandi dómsmálaráðherra skipti út. Umrædd dómarastaða, sem Eiríkur þykir hæfastur til að gegna, losnaði þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað í maí að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Alls sóttu átta einstaklingar um stöðu hans, þeirra á meðal voru þrjú af þeim fjórum sem dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, tók af lista hæfnisnefndar í aðdraganda þess að millidómstigið tók til starfa, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar.Sjá einnig: Eiríkur krefur íslenska ríkið um bætur Það var þó Alþingi sem samþykkti tillögur Sigríðar um 15 dómara við Landrétt, eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, fyrrnefndur Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. Þetta herma heimildir Kjarnans. Eiríkur var jafnframt á meðal 15 hæfustu umsækjendanna sem sóttu um dómarastöðu áður en Landsréttur tók til starfa. Hann var hins vegar í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem þáverandi dómsmálaráðherra skipti út. Umrædd dómarastaða, sem Eiríkur þykir hæfastur til að gegna, losnaði þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað í maí að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Alls sóttu átta einstaklingar um stöðu hans, þeirra á meðal voru þrjú af þeim fjórum sem dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, tók af lista hæfnisnefndar í aðdraganda þess að millidómstigið tók til starfa, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar.Sjá einnig: Eiríkur krefur íslenska ríkið um bætur Það var þó Alþingi sem samþykkti tillögur Sigríðar um 15 dómara við Landrétt, eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, fyrrnefndur Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05
Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03