Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:00 Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Vísir/arnar Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45