Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:00 Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Vísir/arnar Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45