Styttist óðum í að íslenskt grænmeti komi í búðirnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Uppskerutímabil útiræktaðs grænmetis á Íslandi er fremur stutt. Fréttablaðið/Hari Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira