Erlendum veiðimönnum mun fjölga Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2019 14:50 Mynd: KL Ísland hefur í áratugi laðað til sín erlenda veiðimenn sem koma hingað vegna þeirra eistöku veiðigæða sem eru á landinu. Skotland hefur verið Mekka stangveiðimanna enda er Skotland talið vagga fluguveiði í heiminum. En það er af sem áður var og veiðin þar hefur hrunið og afleiðing þess er farið að hafa áhrif á heilu byggðarlögin þar sem ferðamannaiðnaðurinn í kringum veiðimenn er að hverfa með fækkun veiðimanna. Ástæðan fyrir því að veiðimönnum fækkar er hrun í veiði. Sem dæmi veiddust um 32.000 laxar í ánni Spey 2013 en í fyrra veiddust ekki nema um 5.000 laxar. Athugið að stangarfjöldinn er um 600 stangir. Þessir veiðimenn leita þess vegna annað og í sumar hefur borið mikið á því að sífellt fleiri erlendir veiðimenn koma til landsins og ekki bara til að veiða lax heldur líka til þess að fara í silung. Veiðivísir hitti bandarískan mann í síðustu viku sem hefur verið að skipuleggja ferðir fyrir samlanda sína um Ísland og það er ekki verið að kaupa dýr leyfi heldur bara Veiðikortið og taldi hann að um 100 manns væru að koma ti landsins á hans vegum í sumar. Það er líka greinilega að aukast áhuginn á laxveiði enda er fjölgun erlendra veiðimanna á jaðartímum sem Íslendingar keyptu yfirleitt. Hvort þessi aukna eftirspurn verði til þess að verð hækki frekar er erfitt að segja til um en það gerist nú yfirleitt. Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Erfitt fyrstu dagana í Laxá í Kjós Veiði Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá Veiði
Ísland hefur í áratugi laðað til sín erlenda veiðimenn sem koma hingað vegna þeirra eistöku veiðigæða sem eru á landinu. Skotland hefur verið Mekka stangveiðimanna enda er Skotland talið vagga fluguveiði í heiminum. En það er af sem áður var og veiðin þar hefur hrunið og afleiðing þess er farið að hafa áhrif á heilu byggðarlögin þar sem ferðamannaiðnaðurinn í kringum veiðimenn er að hverfa með fækkun veiðimanna. Ástæðan fyrir því að veiðimönnum fækkar er hrun í veiði. Sem dæmi veiddust um 32.000 laxar í ánni Spey 2013 en í fyrra veiddust ekki nema um 5.000 laxar. Athugið að stangarfjöldinn er um 600 stangir. Þessir veiðimenn leita þess vegna annað og í sumar hefur borið mikið á því að sífellt fleiri erlendir veiðimenn koma til landsins og ekki bara til að veiða lax heldur líka til þess að fara í silung. Veiðivísir hitti bandarískan mann í síðustu viku sem hefur verið að skipuleggja ferðir fyrir samlanda sína um Ísland og það er ekki verið að kaupa dýr leyfi heldur bara Veiðikortið og taldi hann að um 100 manns væru að koma ti landsins á hans vegum í sumar. Það er líka greinilega að aukast áhuginn á laxveiði enda er fjölgun erlendra veiðimanna á jaðartímum sem Íslendingar keyptu yfirleitt. Hvort þessi aukna eftirspurn verði til þess að verð hækki frekar er erfitt að segja til um en það gerist nú yfirleitt.
Mest lesið Líflegt í vötnunum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Erfitt fyrstu dagana í Laxá í Kjós Veiði Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá Veiði