Nú er aðeins rétt rúmlega mánuður í að grunnskólar landsins hefjist. Mikil áhersla er lögð á lestur og lesskilning í skólunum og því mikilvægt að börnin gleymi ekki að lesa þó þau séu í sumarfríi.
„Það sýnir sig ef að börn lesa ekkert yfir sumarið þá fer þeim aftur og það viljum við alls ekki sjá því lestur er algjör undirstaða alls náms,“ segir Þorsteinn.
En hvað eiga börnin að lesa mikið?
„Þau þurfa að lesa þrisvar í viku helst og svona tíu til fimmtán mínútur í senn. Það fer eftir aldri barnanna, sum þurfa að lesa upphátt, foreldrarnir þurfa að vera með sumum og svo geta eldri krakkarnir lesið sjálf. Það er mikilvægt að krakkar á öllum aldri lesi, ekki bara yngri börnin.“
![](https://www.visir.is/i/00D45EA888A9C3254C8A98B4B54BF7565D0ECC30E59197E94E83C1706A8F9DA5_713x0.jpg)
„Já, það er gaman að segja frá því að þar hefur þátttaka verið afar góð og mikil ánægja með þetta verkefni. Auðvitað fagna ég þessu sem yfirmaður skólamála að bókasöfnin skulu setja svona mikinn kraft í þetta,“ segir Þorsteinn.