Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2019 14:15 Svipmyndir frá Mýrarboltanum, Síldarævintýrinu, Þjóðhátíð, Innipúkanum og traktorstorfærunni á Flúðum. vísir/samsett Verslunarmannahelgin er handan við hornið og er það stærsta ferðahelgin á Íslandi enda margt að sækja. Bæjar- og útihátíðir fara fram um allt land og eins og spár eru núna verður veður gott.InnipúkinnInnipúkinn er haldinn í Reykjavík og fer úti á Granda. Innipúkinn er tónlistarhátíð og meðal þeirra listamanna sem munu stíga fram eru Auður, Daði Freyr, GDRN, Svala, Vök, Friðrik Dór, Moses Hightower og fleiri. Útipúkinn verður haldinn í fyrsta skipti í ár en hann er sá hluti hátíðarinnar sem fara mun fram utandyra úti á Granda.Frá Mýrarboltanum þegar hann var haldinn á Ísafirði.Fréttablaðið/Thelma Elísabet HjaltadóttirEvrópumeistaramótið í MýrarboltaMýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina en dagskráin þar er þétt. Ekki verður aðeins leikinn mýrarbolti heldur verða alls konar viðburðir á hátíðinni. Högni Egilsson mun spila á föstudaginn, það verður Improv Djamm og Bjór Jóga. Eftir Evrópumeistaramótið sjálft verður sundlaugarpartý til að skola af sér drulluna og tónleikar að því loknu. Meðal listamanna sem koma fram eru Flóni, Anton Líni og Þórdís Petra.Gönguhátíð í SúðavíkGönguhátíðin í Súðavík verður haldin í fimmta skipti nú um verslunarmannahelgina. Þar verða fjölbreyttar göngur á dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Á kvöldin verða margs konar viðburðir, þar á meðal brenna í sundlauginni á, grill í Raggagarði og ball á laugardagskvöld.NeistaflugÁ bæjarhátíð Neskaupstaðar verður ekki lítið um að vera en þar verður meðal annars tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblakmót og flugeldasýning. Hátíðin verður sett á miðvikudagskvöld þegar Leiftur úr liðinni tíð, Neskaupstaður verður sýnd í Egilsbúð. Á föstudag verður gengið úr hverfum og á hátíðarsvæði þar sem tónleikar verða haldnir og munu Rúnar Freyr og Halli Melló, Hlynur Ben og Daði Freyr stíga á stokk. Kvöldin munu öll enda á skemmtun, Hlynur Ben heldur partý á föstudag, Papar og Matti Matt spila á balli á laugardag og Eyþór Ingi og ClubDub á sunnudag.FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETTÞjóðhátíð í EyjumÞjóðhátíð er ein vinsælasta útihátíðin á Íslandi enda föst í sessi en hún hefur verið haldin frá því árið 1874 en þangað mættu 400 manns. Nú má búast við því að meira en 15.000 manns mæti. Mikil tónlistarhátíð verður alla helgina en þar munu meðal annars koma fram JóiPé og Króli, GDRN, Stjórnin, ClubDub, Á Móti Sól og svo mun Bjartmar Guðlaugsson auðvitað frumflytja þjóðhátíðarlagið. Einnig verða fastir liðir svo sem brenna á fjósakletti, flugeldasýning og búningakeppni.Unglingalandsmót UMFÍUnglingalandsmótið mun fara fram á Höfn í Hornafirði í ár en þar koma ungmenni saman til að keppa í margs konar íþróttum svo sem frjálsum íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru. Þar verður líka fjölbreytt afþreying í boði og verða kvöldvökur öll kvöldin, þar sem alls konar tónlistarfólk mun stíga á stokk. Þeir sem munu koma fram eru DJ Sura, rappteymið Úlfur Úlfur, Salka Sól, Daði Freyr og Bríet og munu Una Stef & the SP74 og GDRN spila á lokakvöldinu.Síldarævintýri á SiglufirðiFjölskylduhátíðin hefur verið haldin á hverju ári í hátt í 30 ár og mun ekki vera lát á. Þar verður hverfakeppni, götugrill, listasmiðja fyrir börn, prjónakaffi og margt fleira.NorðanpaunkPönkarar safnast saman á Laugarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu og munu 50 hljómsveitir koma þar fram. Börn eru velkomin á hátíðinni, gefið að þau séu með viðeigandi eyrnahlífar. Meðal hljómsveita sem munu koma fram eru Nornahetta, Mass, Kælan Mikla og Korter í flog.Sæludagar KFUK og KFUMHátíðin er haldin í Vatnaskógi og er vímuefnalaus valkostur um verslunarmannahelgina. Dagskrá verður frá fimmtudegi til sunnudags og munu þar fara fram alls konar viðburðir. Þar verður hægt að fara út á vatnið í bátum, leikið verður úti, haldin verður hæfileikasýning og Páll Óskar mun spila.Kotmót HvítasunnukirkjunnarKotmótið fer fram í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en það hefur verið haldið í 65 ár. Þetta er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Á dagskrá verður Barnamót sem er ætlað yngsta fólkinu.Frá bæjarhátíð Akureyrar, Ein með öllu.fréttablaðið/Andri Marinó KarlssonEin með öllu og Íslensku sumarleikarnirÞað verður líklega margt um manninn á Akureyri um helgina þar sem jaðaríþrótti, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Margs konar dagskrá verður og skemmtun en hátíðin verður sett á fimmtudag með barnaskemmtun klukkan 4. Auk þess verður Frisbígolfmót, kirkjutröppuhlaup, hæfileikakeppni og tónleikahöld. Svala Björgvins, Flóni, ClubDub og Ingó Veðurguð.Flúðir um verslóÞetta er fimmta skipti sem bæjar- og fjölskylduhátíðin er haldin. Þar verður meðal annars hægt að fara í PubQuiz, leiktæki, traktoratorfæru og fleira. Auk þess verða tónleikar alla helgina þar sem Hildur, Bríet og Aron Can stíga á svið á föstudag. Á laugardag verður stórhátíðardansleikur þar sem Made in Sveitin og Hreimur halda uppi stuðinu og Stuðlabandið skemmtir á sunnudagskvöldið.Moses Hightower á GljúfrasteiniHljómsveitin Moses Hightower mun halda stofutónleika á Gljúfrasteini í Mosfellsdal á sunnudag þar sem hún mun spila lágstemmdar útgáfur af lögum sínum.Verslunarmannahelgi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinumDagskrá verður hefðbundin yfir helgina í kring um dýr og leiktæki en á sunnudaginn verður blásið til tónleika og munu Karma Brigade, Blóðmör og Kristín Sesselja stíga á stokkFrá Útihátíðinni á SPOT.aðsentÚtihátíð á SPOTTíunda árið í röð verður ball á laugardags- og sunnudagskvöld á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi. Ballið stendur yfir frá klukkan tíu til hálf fjögur bæði kvöld. Brekkusöngur verður opinn fyrir öllum. Siggi Hlö og Greifarnir munu halda uppi fjörinu á SPOT um helgina.Verslunarmannahelgin í HraunborgumSveitamarkaður, minigolfkeppni, reiptog og sundlaugarpartý er meðal þeirra viðburða sem hægt verður að kíkja á í Hraunborgum um helgina. Þar munu hljómsveitin Swiss og Ingvar Valgeirsson halda uppi stuðinu.Fjölskylduhátíðin í MúlakotiÁrleg fjölskylduhátíð í Múlakoti í boði AOPA á Íslandi. Hátíðin stendur yfir frá föstudegi til mánudags og verður margskonar skemmtun í boði, til dæmis krakkaleikar, flugkeppni, brenna, kvöldvaka og margt fleira.Kjötsúpuhátíðin HesteyriVerslunarmannahelgin verður haldin hátíðlega í læknishúsinu á Hesteyri á laugardaginn. Þar verður borin fram kjötsúpa og boðið verður upp á kaffi og nýbakaðar pönnukökur þar á eftir. Skemmtileg dagskrá verður eftir matinn, þar verða leikir, söngur og varðeldur tendraður.Mini ÞjóðhátíðÍ fyrsta skipti verður haldin Mini Þjóðhátíð fyrir Íslendinga í Noregi. Hún verður haldin á Månefisken í hjarta Osló. Hátíðin verður haldin á föstudag en þar verður kvöldverður, brekkusöngur, ball og skemmtun mun ljúka klukkan hálf þrjú. Gunni Óla og Hebbi úr Skímó munu halda uppi Þjóðhátíðarstemningunni í Noregi.Nú er lag á BorgÁrleg harmonikuhátíð verður haldin á Borg í Grímsnesi um helgina. Þar munu heiðursgestirnir Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristiana Farstad Björdal halda tónleika á laugardag en þær stunda nám í Noregi og halda ball um kvöldið.Hjólað og skíðað um verslunarmannahelgina á ArnarstapaÞað er tilvalið að fara á Arnarstapa fyrir þá sem vilja stunda útivist um verslunarmannahelgina. Þar verður hjólað og skíðað á föstudaginn og um kvöldið verður grillveisla og kvöldvaka. Sumarlífið Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Verslunarmannahelgin er handan við hornið og er það stærsta ferðahelgin á Íslandi enda margt að sækja. Bæjar- og útihátíðir fara fram um allt land og eins og spár eru núna verður veður gott.InnipúkinnInnipúkinn er haldinn í Reykjavík og fer úti á Granda. Innipúkinn er tónlistarhátíð og meðal þeirra listamanna sem munu stíga fram eru Auður, Daði Freyr, GDRN, Svala, Vök, Friðrik Dór, Moses Hightower og fleiri. Útipúkinn verður haldinn í fyrsta skipti í ár en hann er sá hluti hátíðarinnar sem fara mun fram utandyra úti á Granda.Frá Mýrarboltanum þegar hann var haldinn á Ísafirði.Fréttablaðið/Thelma Elísabet HjaltadóttirEvrópumeistaramótið í MýrarboltaMýrarboltinn fer fram í Bolungarvík um helgina en dagskráin þar er þétt. Ekki verður aðeins leikinn mýrarbolti heldur verða alls konar viðburðir á hátíðinni. Högni Egilsson mun spila á föstudaginn, það verður Improv Djamm og Bjór Jóga. Eftir Evrópumeistaramótið sjálft verður sundlaugarpartý til að skola af sér drulluna og tónleikar að því loknu. Meðal listamanna sem koma fram eru Flóni, Anton Líni og Þórdís Petra.Gönguhátíð í SúðavíkGönguhátíðin í Súðavík verður haldin í fimmta skipti nú um verslunarmannahelgina. Þar verða fjölbreyttar göngur á dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Á kvöldin verða margs konar viðburðir, þar á meðal brenna í sundlauginni á, grill í Raggagarði og ball á laugardagskvöld.NeistaflugÁ bæjarhátíð Neskaupstaðar verður ekki lítið um að vera en þar verður meðal annars tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblakmót og flugeldasýning. Hátíðin verður sett á miðvikudagskvöld þegar Leiftur úr liðinni tíð, Neskaupstaður verður sýnd í Egilsbúð. Á föstudag verður gengið úr hverfum og á hátíðarsvæði þar sem tónleikar verða haldnir og munu Rúnar Freyr og Halli Melló, Hlynur Ben og Daði Freyr stíga á stokk. Kvöldin munu öll enda á skemmtun, Hlynur Ben heldur partý á föstudag, Papar og Matti Matt spila á balli á laugardag og Eyþór Ingi og ClubDub á sunnudag.FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETTÞjóðhátíð í EyjumÞjóðhátíð er ein vinsælasta útihátíðin á Íslandi enda föst í sessi en hún hefur verið haldin frá því árið 1874 en þangað mættu 400 manns. Nú má búast við því að meira en 15.000 manns mæti. Mikil tónlistarhátíð verður alla helgina en þar munu meðal annars koma fram JóiPé og Króli, GDRN, Stjórnin, ClubDub, Á Móti Sól og svo mun Bjartmar Guðlaugsson auðvitað frumflytja þjóðhátíðarlagið. Einnig verða fastir liðir svo sem brenna á fjósakletti, flugeldasýning og búningakeppni.Unglingalandsmót UMFÍUnglingalandsmótið mun fara fram á Höfn í Hornafirði í ár en þar koma ungmenni saman til að keppa í margs konar íþróttum svo sem frjálsum íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru. Þar verður líka fjölbreytt afþreying í boði og verða kvöldvökur öll kvöldin, þar sem alls konar tónlistarfólk mun stíga á stokk. Þeir sem munu koma fram eru DJ Sura, rappteymið Úlfur Úlfur, Salka Sól, Daði Freyr og Bríet og munu Una Stef & the SP74 og GDRN spila á lokakvöldinu.Síldarævintýri á SiglufirðiFjölskylduhátíðin hefur verið haldin á hverju ári í hátt í 30 ár og mun ekki vera lát á. Þar verður hverfakeppni, götugrill, listasmiðja fyrir börn, prjónakaffi og margt fleira.NorðanpaunkPönkarar safnast saman á Laugarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu og munu 50 hljómsveitir koma þar fram. Börn eru velkomin á hátíðinni, gefið að þau séu með viðeigandi eyrnahlífar. Meðal hljómsveita sem munu koma fram eru Nornahetta, Mass, Kælan Mikla og Korter í flog.Sæludagar KFUK og KFUMHátíðin er haldin í Vatnaskógi og er vímuefnalaus valkostur um verslunarmannahelgina. Dagskrá verður frá fimmtudegi til sunnudags og munu þar fara fram alls konar viðburðir. Þar verður hægt að fara út á vatnið í bátum, leikið verður úti, haldin verður hæfileikasýning og Páll Óskar mun spila.Kotmót HvítasunnukirkjunnarKotmótið fer fram í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð en það hefur verið haldið í 65 ár. Þetta er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Á dagskrá verður Barnamót sem er ætlað yngsta fólkinu.Frá bæjarhátíð Akureyrar, Ein með öllu.fréttablaðið/Andri Marinó KarlssonEin með öllu og Íslensku sumarleikarnirÞað verður líklega margt um manninn á Akureyri um helgina þar sem jaðaríþrótti, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Margs konar dagskrá verður og skemmtun en hátíðin verður sett á fimmtudag með barnaskemmtun klukkan 4. Auk þess verður Frisbígolfmót, kirkjutröppuhlaup, hæfileikakeppni og tónleikahöld. Svala Björgvins, Flóni, ClubDub og Ingó Veðurguð.Flúðir um verslóÞetta er fimmta skipti sem bæjar- og fjölskylduhátíðin er haldin. Þar verður meðal annars hægt að fara í PubQuiz, leiktæki, traktoratorfæru og fleira. Auk þess verða tónleikar alla helgina þar sem Hildur, Bríet og Aron Can stíga á svið á föstudag. Á laugardag verður stórhátíðardansleikur þar sem Made in Sveitin og Hreimur halda uppi stuðinu og Stuðlabandið skemmtir á sunnudagskvöldið.Moses Hightower á GljúfrasteiniHljómsveitin Moses Hightower mun halda stofutónleika á Gljúfrasteini í Mosfellsdal á sunnudag þar sem hún mun spila lágstemmdar útgáfur af lögum sínum.Verslunarmannahelgi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinumDagskrá verður hefðbundin yfir helgina í kring um dýr og leiktæki en á sunnudaginn verður blásið til tónleika og munu Karma Brigade, Blóðmör og Kristín Sesselja stíga á stokkFrá Útihátíðinni á SPOT.aðsentÚtihátíð á SPOTTíunda árið í röð verður ball á laugardags- og sunnudagskvöld á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi. Ballið stendur yfir frá klukkan tíu til hálf fjögur bæði kvöld. Brekkusöngur verður opinn fyrir öllum. Siggi Hlö og Greifarnir munu halda uppi fjörinu á SPOT um helgina.Verslunarmannahelgin í HraunborgumSveitamarkaður, minigolfkeppni, reiptog og sundlaugarpartý er meðal þeirra viðburða sem hægt verður að kíkja á í Hraunborgum um helgina. Þar munu hljómsveitin Swiss og Ingvar Valgeirsson halda uppi stuðinu.Fjölskylduhátíðin í MúlakotiÁrleg fjölskylduhátíð í Múlakoti í boði AOPA á Íslandi. Hátíðin stendur yfir frá föstudegi til mánudags og verður margskonar skemmtun í boði, til dæmis krakkaleikar, flugkeppni, brenna, kvöldvaka og margt fleira.Kjötsúpuhátíðin HesteyriVerslunarmannahelgin verður haldin hátíðlega í læknishúsinu á Hesteyri á laugardaginn. Þar verður borin fram kjötsúpa og boðið verður upp á kaffi og nýbakaðar pönnukökur þar á eftir. Skemmtileg dagskrá verður eftir matinn, þar verða leikir, söngur og varðeldur tendraður.Mini ÞjóðhátíðÍ fyrsta skipti verður haldin Mini Þjóðhátíð fyrir Íslendinga í Noregi. Hún verður haldin á Månefisken í hjarta Osló. Hátíðin verður haldin á föstudag en þar verður kvöldverður, brekkusöngur, ball og skemmtun mun ljúka klukkan hálf þrjú. Gunni Óla og Hebbi úr Skímó munu halda uppi Þjóðhátíðarstemningunni í Noregi.Nú er lag á BorgÁrleg harmonikuhátíð verður haldin á Borg í Grímsnesi um helgina. Þar munu heiðursgestirnir Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristiana Farstad Björdal halda tónleika á laugardag en þær stunda nám í Noregi og halda ball um kvöldið.Hjólað og skíðað um verslunarmannahelgina á ArnarstapaÞað er tilvalið að fara á Arnarstapa fyrir þá sem vilja stunda útivist um verslunarmannahelgina. Þar verður hjólað og skíðað á föstudaginn og um kvöldið verður grillveisla og kvöldvaka.
Sumarlífið Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira